fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fréttir

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á Íslandi hélt partý fyrir vin sinn sem var að koma til landsins frá útlöndum. Þessi setning væri alla jafna ekki fréttnæm en vegna faraldursins er hún það svo sannarlega. Þegar fólk kemur til landsins þarf það að fara í heimkomusóttkví en þetta partý sem um var að ræða var haldið óvænt fyrir einstaklinginn þegar hann átti að vera í sóttkví.

Þetta kemur fram í viðtali RÚV við Rögnvald Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjón. „Við höfum dæmi um einstakling sem var að koma til landsins og var að taka út sína fimm daga sóttkví og honum var haldið óvænt heimkomupartý. Síðan reyndist hann jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar,“ sagði Rögnvaldur við RÚV.

„Það voru allir svo glaðir að fá viðkomandi heim, sem er náttúrlega bara eðlilegt, en ekki í samræmi við þær reglur sem eru í gildi,“ segir Rögnvaldur enn fremur en nokkrir þeirra sem voru í partýinu eru nú komnir í sóttkví. „Það setti alla í erfiða stöðu,“ segir Rögnvaldur og hvetur fólk í leiðinni að fresta samkomum. Hann segist hafa áhyggjur af því að fólk sé að hittast of mikið. Þá telur hann að smitin sem hafa verið að greinast undanfarið utan sóttkvíar séu komin eftir samkomur helgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá um heiðurstengda ofbeldið – „Ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning“

Diljá um heiðurstengda ofbeldið – „Ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning“
Fréttir
Í gær

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna
Fréttir
Í gær

Guðmundur Magnússon jarðsettur í dag – Þekktir Íslendingar minnast frábærs kennara

Guðmundur Magnússon jarðsettur í dag – Þekktir Íslendingar minnast frábærs kennara
Fréttir
Í gær

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur logar á ný í Kaldaseli – MYNDIR

Eldur logar á ný í Kaldaseli – MYNDIR
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum