fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Fálkaorða auglýst til sölu á Brask og brall

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 29. október 2020 22:41

mynd/skjáskot af facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Fálkaorða hafi verið boðin til sölu á Brask og brall Facebooksíðunni í kvöld. Spruttu upp talsverðar umræður um ólögmæti þess í kjölfarið, enda sala hennar ólögleg. Höfðu rúmlega 80 manns látið skoðun sína í ljós á aðeins 40 mínútum.

Fálkaorður eru eign íslenska ríkisins og orðuhöfum veitt orðan til þess að bera á meðan þeir eru á lífi. Við andlát orðuhafa ber að skila henni til íslenska ríkisins. Augljós brestur hefur verið á þessu í gegnum árin. Sambærileg mál komu upp árin 2007, 2011 og 2015. Sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari við eitt tilefnið að slíkt væri stranglega bannað. „Það er ljóst mál að það má ekki selja fálkaorður.“ Þó er ljóst að blómlegur markaður er fyrir orðurnar. Kom til dæmis á daginn að sá sem auglýsti orðuna til sölu árið 2007 var safnari í Vancouver og átti hann heilar níu íslenskar Fálkaorður til sölu í viðbót.

Þessi sem nú er auglýst á Facebook fæst, að því er virðist, fyrir 100 þúsund krónur. Ekki náðist samband við seljandann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Uppfært 23:59: Auglýsingin var fjarlægð af Facebook og er nú hvergi sjáanleg. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun