fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Stóri skjálftinn í gær er merki um að hrinur færist nær Reykjavík – „Við getum alveg reiknað með hrinum næsta árið“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 06:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóri skjálftinn sem reið yfir suðvesturhornið í gær mældist 5,6. Upptök hans voru sex kílómetra vestan við Kleifarvatn. Skjálftinn fannst víða um land. Í kjölfar hans fylgdu mörg hundruð eftirskjálftar, þar af að minnsta kosti tveir yfir 4 stig en upptök þeirra voru vestar á Reykjanesi. Ekki urðu slys á fólki og eignatjón var smávægilegt.

„Við getum alveg reiknað með hrinum næsta árið,“

hefur Fréttablaðið eftir Ármanni Höskuldssyni, eldfjallafræðingi, í umfjöllun um málið í dag. Haft er eftir honum að sú spennulosun sem nú á sér stað á Reykjanesi hafi hafist í Þorbirni og færist nú nær borginni.

„Miðað við kortlagningu á sniðgengissprungum, sem valda stóru skjálftunum, virðist þetta vera að færast í átt að Bláfjöllum og Hengli. Þar lýkur þessu því þá er það komið í tenginguna við Suðurlandsskjálftabeltið,“

er haft eftir honum.

Frá því í janúar hefur mikil spennulosun verið á Reykjaneshryggnum og á sama tíma er hrina á Kolbeinseyjarhryggnum og sagðist Ármann hafa meiri áhyggjur af þeirri hrinu.

„Ég hef meiri áhyggjur af hryggnum fyrir norðan því þar hefur spennan byggst upp mjög lengi. Sú hrina sem byrjaði þar í sumar er nú að færa sig sífellt nær Húsavík. Þar eru sprungur sem hafa ekki hreyft sig í hundrað ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur svaraði Samfylkingunni fullum hálsi: Ekki hægt að tala um að „planið sé að virka“

Vilhjálmur svaraði Samfylkingunni fullum hálsi: Ekki hægt að tala um að „planið sé að virka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar