fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Fréttir

Íslenskt mál vekur athygli utan landsteinanna – Kínverskur fjölmiðill fjallar um málið

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. október 2020 16:24

Skjáskot úr götusýn GoogleMaps í Makaó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Venjulegir Íslendingar kröfðust þess á þriðjudaginn að þingið myndi láta Nýju stjórnarskrána sem samin var í kjölfar efnahagshrunsins gilda.“

Svona hefst frétt sem birtist í kínverska fjölmiðlinum Macau News Agency í dag. Fjölmiðillinn var fyrsti sjálfstæði netfjölmiðillinn á sjálfstjórnarsvæðinu Makaó í Kína.

Í þessari frétt Macau News Agency sem um ræðir er fjallað um undirskriftalistann sem afhentur var þingmönnum í gær. Þá segir í fréttinni að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni koma með mál Nýju stjórnarskráarinnar á þing í næsta mánuði. Einnig segir þó að ólíklegt sé að tillagan verði samþykkt samkvæmt sérfræðingum.

„Við ætl­um ekki að bíða í heil­an ára­tug“

Nýja stjórnarskráin hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið, ekki síst vegna undirskriftarsöfnunarinnar sem kláraðist í vikunni. Í gær var undirskriftalistinn afhentur þingmönnum en um 41 þúsund Íslendingar skrifuðu undir kröfuna sem hljóðar svona:

„Við krefj­umst þess að Alþingi virði niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar 20. októ­ber 2012 og lög­festi nýju stjórn­ar­skrána. Í kosn­ing­unni samþykktu yfir 2/​3 hlut­ar kjós­enda að til­lög­urn­ar sem kosið var um skyldu verða grund­völl­ur nýrr­ar stjórn­ar­skrár. Til­lög­urn­ar eru heild­stæður sam­fé­lags­sátt­máli, það er ekki Alþing­is að velja og hafna ákvæðum úr sátt­mál­an­um. Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn og set­ur vald­höf­um mörk en ekki öf­ugt. Við ætl­um ekki að bíða í heil­an ára­tug eft­ir að nýja stjórn­ar­skrá­in taki gildi og því krefj­umst við aðgerða strax! “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtán innanlandssmit í gær

Fimmtán innanlandssmit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“