fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Uppnám hjá íslenskum aðdáendum Múmínálfanna – Kona sökuð um fjársvik í tengslum við sölu á Múmínbollum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. október 2020 09:57

Múmínbollar. Mynd: Húsasmiðjan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimur Múmínálfanna finnsku er mörgum kær því þessar klassísku barnasögur hafa verið hluti af æsku margra kynslóða. Varningur sem tengist Múmínálfunum er sívinsæll, sérstaklega bollar. Múmínbollar eru hönnunarvara og þó að þeir séu ekki sérlega dýrir í verslunum er hver og einn bolli framleiddur í takmörkuðu upplagi. Bollar sem komnir eru úr almennri sölu eru mjög eftirsóttir og geta fjórfaldast í verði, verðmætustu bollarnir seljast á 10 til 15 þúsund krónur.

Í Facebook-hópnum Múmínmarkaðurinn kom nýverið upp fjársvikamál. Er þetta í fyrsta skipti sem DV hefur veður af fjársvikamáli tengdu Múmínálfum. Kona segist þar hafa gert þau mistök að greiða fyrirfram annarri konu sem auglýsti Múmínbolla til sölu í hópnum, en fékk síðan varninginn aldrei afhentan. Nokkrar konur skrifa undir færsluna og vitna um samskonar fjársvik af hendi umræddrar konu.

DV hafði samband við konuna sem setti inn færsluna. Var hún svikin um 20 þúsund krónur. Málinu er lokið af hennar hálfu og segist hún líta á það sem dýrt námskeið í lífinu á Facebook.

„Ég átti nokkra gamla bolla sem ég hafði keypt á ferðalögum, ávallt í fríhöfninni í Helsinki. Einn af þeim var uppáhaldsbollinn minn en ég seldi hann ásamt nokkrum fleirum í fyrra. Svo sá ég þennan sama bolla auglýstan til sölu í hópnum og hafði samband við konuna. Við sömdum um verð, hún sagðist búa í Vestmannaeyjum og sagðist geta skotist með bollana út á flugvöll ef við afgreiddum þetta í snatri. Ég upplifi á þessum Covid-tímum að allir hafi þjappað sé meira saman og maður treystir fólki. En það voru mín mistök. Ég lagði inn á konuna og fór svo niður á Reykjavíkurflugvöll að vitja um sendinguna. Hún hafði sagt að flugfélagið Ernir sæi um flug frá Vestmannaeyjum en þegar ég kannaði það á flugvellinum kom í ljós að þeir hættu að fljúga í september, en Ernir voru með afgreiðslu hjá Hótel Loftleiðum. Ég hafði samband við konuna á Messenger og hún sagðist haf komist að þessu sama varðandi Erni og sagðist þurfa að senda bollana í pósti. Ég fór þá að spyrja hvenær von væri á þeim en þá hætti hún að svara.“

Viðmælandi DV segist þá hafa áttað sig á því að þetta væru svik. Hún greiddi konunni 20 þúsund krónur fyrir fimm bolla, þar af var einn fágætur safngripur. Bollar sem enn eru í sölu í verslununum ganga einnig kaupum og sölum en eru þá ódýrari en út úr búð, yfirleitt seldir á 2.000 krónur.

Konan sem virðist hafa framið þessi fjársvik var með Facebook-síðu sem virtist gerviaðgangur því það eina sem var á þeirri síðu að finna voru myndir af Múmínbollum. Hins vegar hefur komið á daginn að konan gaf upp rétt nafn enda kom þetta nafn upp í einkabanka er viðmælandi DV lagði inn á konuna.

Nokkrar konur í hópnum Múmínmarkaðurinn hafa lýst yfir vilja til að kæra konuna fyrir fjársvik. Okkar viðmælandi segist hins vegar hafa ákveðið að taka ekki þátt í slíku. Fólk sem stundi fjársvik sé oft í neyslu og hún vilji ekki standa í útistöðum við slíkt fólk. Hún ætli einfaldlega að læra af reynslunni og ekki aftur greiða einstaklingum sem hún þekkir ekki fyrir vöru sem ekki hefur verið afhent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi