fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fréttir

Ranghugmyndir sagðar á sveimi um manninn sem lést í húsbílsbrunanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. október 2020 18:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á láti manns sem fórst er eldur kom upp í húsbíl í landi Torfustaða í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöldið. Hefur lögregla ekki með endanlegum hætti borið kennsl á manninn og hefur því ekki gefið út nafn hans. Búast má við tilkynningu þess efnis fyrir lok vikunnar.

Sögur hafa verið á sveimi um manninn í ljósi þess að hann bjó í húsbíl og hins hörmulega veruleika atviksins. Snúast þær um að hann hafi verið utangarðsmaður og einstæðingur. Það mun ekki vera rétt. Samkvæmt heimildum DV var maðurinn 38 ára gamall, var hann ekki utangarðsmaður og ekki vímuefnaneytandi. Maðurinn stundaði atvinnu, var vinmargur og var í góðu sambandi við fjölskyldu sína og vini.

Er hans sárt saknað en ættingjar hans og vinir hafa kvatt hann hinstu kveðju á Facebook undanfarna daga. Í þeim kveðjum er honum lýst sem yndislegum manni, traustum vini, jákvæðum, glöðum og kraftmiklum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit