Föstudagur 28.febrúar 2020
Fréttir

Sigurjón: Íslendingar í útlegð á Spáni – „Ég er þar og sé þetta fólk oft“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2020 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson segir að á Spáni séu Íslendingar sem eru í efnahagslegri útlegð frá Íslandi. Þetta segir hann í pistli sem vakið hefur talsverða athygli á vef Miðjunnar.

„Við vitum öll, eða eigum að vita, að meðal okkar er fólk sem á ekki málungi matar. Fólk sem kemst ekki til læknis, á ekki að borða, stundum dag eftir dag, og við gerum ekkert þessu fólki til hjálpar. Eða svo gott sem. Ríkisvaldið lokar á þetta fólk,“ segir Sigurjón og bætir við að svo sé annað fólk sem er í efnahagslegri útlegð frá Íslandi.

„Það fátæka fólk hafði efni á að koma sér til annars lands. Þar sem er mun auðveldara að ná en endum saman. Margt af því fólki er á Spáni. Ég er þar og sé þetta fólk oft,“ segir Sigurjón sem hefur dvalið á Spáni að stórum hluta undanfarin misseri. Þar hefur hann meðal annars skrifað um mikinn verðmun á Íslandi og Spáni auk þess sem hann hefur haldið úti vef Miðjunnar.

„Öfugt við það sem var þegar það var enn þá heima, er að hér getur það lifað á ellilífeyri eða örorkubótum sem var vonlaust að gera heima. En það er hreint út sagt ömurlegt að geta ekki verið nærri eigin afkomendum, öðrum ættingjum og vinum. Segja má að þetta fólk hafi verið rekið að heiman.“

Sigurjón birtir einnig nokkrar myndir úr kjörbúð á Spáni, en á þeim má glöggt sjá að matur er þó nokkuð ódýrari en gengur og gerist á Íslandi. Þar kostar til dæmis stórt snittubrauð rúmar 40 krónur, átta kókómjólkurfernur kosta 191 krónu og krossant kostar 41 krónu svo dæmi séu tekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld
Fréttir
Í gær

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“
Fréttir
Í gær

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn