fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fréttir

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. janúar 2020 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bekkjarfélagar Guðmundar Freys Magnússonar sem grunaður er um að hafa myrt kærasta móður sinnar og ráðist á móður sína með hnífi í Torrevieyja á Spáni hafa undanfarið rifjað upp kynni sín af honum. Umræður um þetta hafa spunnist á Facebook-síðu einni og DV hefur freistað þessa að ná tali af tveimur þátttakendanna.

Guðmundur Freyr er fæddur árið 1980 og sumir þeirra sem tjá sig á Facebook vor u skólafélagar hans á Hvolsvelli í kringum 1987. Guðmundur Freyr var þá tekinn af heimili sínu sem var í nágrenni við Hvolsvöll og vistaður hjá hjónum á sveitabæ í héraðinu. Um það segir einn gamall vinur hans:

„Árið 1987 kem ég í sama bekk. Og kynnist Gumma, þá báðir 7 ára. Úr varð vinskapur. Ég hafði á orði við hann að hann líktist mikið frænda mínum að austan. Kom í ljós að þeir væru bræður . Fór ég nokkrum sinnum á fósturheimilið sem hann var á. Þar sýndi hann mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað . Það varð til þess að ég sagði móðir minni frá . Í langan tíma var reynt að berjast við kerfið en skólastjórinn og barnaverndarnemd stóðu í vegi fyrir því. XXXX, ef þú lest þetta mátti vita að það var ég sem hjálpaði honum flýja frá þessu hræðilega fólki þó ég hafi sagt þér annað þá 9 eða 10 ára.“

DV hafði samband við manninn sem skrifaði þetta innlegg en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið þar sem það væri viðkvæmt og hann tengist fjölskyldu Guðmunar Freys. Annar æskuvinur Guðmundar Freys staðfestir hins vegar þessa frásögn:

„Guðmundur Freyr sagði mér sjálfum frá þessum stól og misþyrmingunum en ég var bara krakki og sagði bara að mér fyndist það skrýtið,“ segir maðurinn og fer nokkrum orðum um það hvað börn eru lítt dómbær á óeðlilegt atferli í umhverfi sínu en sjái það í öðru ljósi síðar.

Eftir heimsókn vinarins til Guðmundar Freys á sveitabæinn sagði hann móður Guðmundar Freys frá ástandinu og þá hófst ferli þar sem reynt var að fá hann úr vistinni. Að sögn viðmælanda DV þá lagðist skólastjórinn á Hvolsvelli og barnaverndarnefnd á svæðinu gegn því. Félaginn hjálpaði Guðmundi Frey hins vegar að strjúka af sveitabænum þegar þeir voru 9 ára og mun það líklega hafa gerst árið 1989. DV hefur ekki öruggar heimildir um hvort Guðmundur Freyr hafi eftir það verið hjá móður sinni en félaginn var yfirheyrður af aðstoðarskólastjóranum á Hvolsvelli og spurður hvort hann hefði hjálpað til við strokið.

Svona reynsla í æsku hljóti að móta menn

„Ég ætla ekki að afsaka hvernig Guðmundur Freyr er orðinn en ef foreldrarnir brugðust honum, fósturheimilið brást honum, barnaverndarnefnd og skólayfirvöld á Hvolsvelli brugðust honum þá hefur það auðvitað haft sín áhrif,“ segir viðmælandi DV.

„Það er erfitt að sanna þetta en ég heyrði þetta frá of mörgum aðilum, þar á meðal Guðmundi Frey sjálfum, til að trúa því ekki,“ segir hann um meintar misþyrmingar á Guðmundi Frey barnungum á fósturheimilinu.

„Það var töluverður fjöldi barna sem fór þarna í gegn á þessu heimili og öðrum sveitaheimilum í héraðinu. Ég efast ekki um að svona geti verið krefjandi en fólk velur sér að gera þetta,“ segir maðurinn og segir jafnframt að ekkert réttlæti svona ofbeldi gegn barni.

„Margir sem þekktu hann löngu eftir þetta segja að hann hafi verið ljúfur og góður drengur. Auðvitað á maður ekki að kenna öðrum um gjörðir sínar en það er samt staðreynd að svona reynsla í æsku mótar fólk.“

Maðurinn telur að rannsaka þurfi þetta mál, ekki síst framgöngu skólayfirvalda og barnaverndarnefndar á Hvolsvelli á þessum tíma.

Sjá einnig:

Ómar Úlfur rifjar upp æsku Guðmundar Freys

Guðmundur Freyr grunaður um að hafa myrt kærasta móður sinnar

Móðir Guðmundar Freys greinir frá forsögu atviksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingi starfsmanna Birtings sagt upp – Fjórir blaðamenn fjúka

Rúmlega helmingi starfsmanna Birtings sagt upp – Fjórir blaðamenn fjúka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bein útsending: Fundur Íslenskrar Erfðagreiningar – Kári, Alma, Þórólfur og fleiri

Bein útsending: Fundur Íslenskrar Erfðagreiningar – Kári, Alma, Þórólfur og fleiri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukning á dauðsföllum vegna ofskömmtunar

Aukning á dauðsföllum vegna ofskömmtunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“