fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fréttir

Ómar Úlfur rifjar upp æsku Guðmundar Freys: Grunaður um hrottalegt morð á Spáni – „Þeir bræður fóru snemma út af brautinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Freyr Magnússon situr nú í gæsluvarðhaldi í Torrevieja á Spáni og á yfir höfði sér ákæru um morð á kærasta móður sinnar og líkamsárás á móður sína. Voðaverkið var framið um síðustu helgi. Í gær lýsti móðir Guðmundar Freys því hvernig sonur hennar hafi verið viti sínu fjær af fíkniefnaneyslu.

Gamall vinur Guðmundar Freys, útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson, stígur fram á Fésbókinni í gær og birtir opna færslu um félaga sinn. Hann vill ekki afsaka meintar gjörðir Guðmundar sem hann segir hafa verið meinlausan dreng. Síðar hafi Guðmundur farið af brautinni. Textinn er svohljóðandi:

Árið 1986 byrjaði ég í fyrsta bekk í Hvolsskóla hjá henni Gyðu. Einn samnemanda minna var Gummi Freyr sem þá var í fóstri rétt fyrir utan Hvolsvöll. Blíður og góður drengur sem varð vinur okkar í bekknum. Ég man ekki hversu lengi Gummi var með okkur en lengi framan af vissi maður af honum og hitti af og til. Rótleysið og flakkið var mikið. Snemma á unglingsárum fluttist Gummi með mömmu sinni og bróður rétt fyrir utan Hvolsvöll. Þá kynntumst við strákarnir þeim bræðrum í gegnum skellinöðrustúss og annað. Einfaldir og sauðmeinlaus strákagrey sem höfðu gaman af hlutum sem sögðu brumm alveg eins og við hinir.

Í gegnum árin hefur maður svo frétt af Gumma af og til og greinilegt að þeir bræður fóru snemma útaf brautinni sem að þeir fengu samt aldrei tækifæri að fóta sig á. Ég ætla ekki að afsaka gjörðir Gumma en þegar ég sé þessar sorglegu myndir þá langar mig að knúsa þennan blíða strák sem að ég þekkti 1986. Hann fèkk aldrei tækifærin sem við öll eigum skilin.

Sjá einnig:

Móðir Guðmundar Freys greinir frá forsögu atviksins – „Hann var stútfullur af allskonar eitri sem gerði hann brjálaðan“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Meintur lygari laus úr haldi

Meintur lygari laus úr haldi
Fréttir
Í gær

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Borgarlínu geta kostað 250 milljarða – „Það eru ekki peningar í þetta““

Segir Borgarlínu geta kostað 250 milljarða – „Það eru ekki peningar í þetta““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fáðu já slær í gegn í Slóveníu – breytti viðhorfi unglingspilta

Fáðu já slær í gegn í Slóveníu – breytti viðhorfi unglingspilta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“