fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Freyr grunaður um að hafa myrt kærasta móður sinnar – „Mér líður hræðilega og sorgin hefur heltekið mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson, Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 13. janúar 2020 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn sem grunaður er um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana í Torrevieja á Spáni um helgina heitir Guðmundur Freyr Magnússon. Hann situr nú í haldi lögreglu.

Maðurinn er fertugur að aldri en hann er sagður hafa ruðst inn á heimili móður sinnar og mannsins í Torrevieja. Atvikið átti sér aðfaranótt sunnudags að staðartíma.

Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að til átaka hafi komið milli mannanna sem hafi lyktað með því að Guðmundur Freyr hrinti stjúpföður sínum á glugga. Samkvæmt heimildum DV leikur hins vegar mikilli vafi á því að um átök hafi verið að ræða heldur hafi Guðmundur Freyr mögulega ráðist á manninn sem ekki hafi haft bolmagn til að verja sig.

Hlaut maðurinn skurði af glerbrotum og varð fyrir það miklum blóðmissi að hann lést. Einnig hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að stungusár hafi fundist á hinum látna sem ekki verði rakin til glerbrotanna úr rúðunni.

Heimildir DV herma einnig að börn hins látna þekki ekkert til Guðmundar Freys og kynni hans og hins látna hafi verið lítil.

Guðmundur Freyr á sakaferil að baki en árið 2007 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir íkveikju í Þorlákshöfn þar sem kona og tvö börn voru hætt komin. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot.

Móðir Guðmundar og sambýliskona hins látna segir í samtali við Fréttablaðið að sorginni og áfallinu verði ekki lýst í orðum.  „Mér líður hræðilega og sorgin hefur heltekið mig,“ segir hún og bætir svo við það: „Ég finn líka til mikillar samúðar með börnum hans […] „Hann átti líka barnabörn sem ég finn afskaplega mikið til með sem og systkinum hans. Sorgin er óbærileg.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“