fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stefán í mál við WOW: „Þessir skiptastjórar virðast vera einráðir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig minnir að það hafi ekki verið gefnar upp neinar forsendur fyrir ákvörðuninni. Þessir skiptastjórar virðast vera einráðir. Annars hef ég ekki vit á þessum málum og læt lögfræðinginn minn um þetta,“ segir Stefán Eysteinn Sigurðsson, fyrrverandi fjármálastjóri WOW air. Hann hefur höfðað mál á hendur þrotabúi WOW air sem tekið verður fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

„Þeir höfnuðu launakröfunni en mér skilst að það sé venja hjá skiptastjórum að hafna launakröfum hjá fjármálastjóra og forstjóra,“ segir Stefán. Hann er rólegur yfir málinu og ætlar ekki að mæta í fyrirtökuna en þar leggja málsaðilar fram greinargerðir. Málflutningur í málinu verður síðar. „Ég á ekki von á þurfa að mæta fyrir dóm vegna málsins fyrr en í vor,“ segir hann.

Stefán segist hafa unnið sjálfstætt síðan WOW air varð gjaldþrota í mars 2019 en hann var ráðinn fjármálastjóri félagsins árið 2015. „Ég þurfti aðeins að hvíla mig eftir þennan hasar sem varð og hef bara verið að taka að mér verkefni. Hef verið að vinna fyrir flugfélög erlendis og það er bara fínt.“

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi