fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Rúmlega 70% íslenskra barna fæðast utan hjónabands

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 07:58

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjustu tölur frá Tölfræðistofnun Evrópusambandsins sýna að rúmlega 70% barna, sem fæðast hér á landi, fæðast utan hjónabands. Hvergi í álfunni er hlutfallið eins hátt en meðaltalið er um 38%. Frakkar koma næst á eftir Íslendingum en þar fæðast um 60% barna utan hjónabands. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið um 50%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þegar mælingar sem þessar hófust, árið 1960, hafi hlutfall barna sem fæddust utan hjónabands verið tvöfalt hærra hér á landi en í landinu sem var í öðru sæti. Þá var hlutfallið hér á landi 25% og hefur það því hækkað um 45 prósentustig á 60 árum.

Fréttablaðið hefur eftir Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðlegri siðfræði við Háskóla Íslands, að þrátt fyrir að svo hátt hlutfall barna fæðist utan hjónabands þýði það ekki að Íslendingum þyki hjónabandið minna virði en öðrum þjóðum. Líklega eigi ástæðan rætur að rekja aftur í aldir og að Íslendingar nálgist hjónabandið hugsanlega á annan hátt en aðrir.

„Rannsóknir benda til þess að allt aftur á þjóðveldisöld hafi fólk átt börn utan hjónabands og ekki mikið gert úr því.“

Sagði Sólveig og bætti við að kirkjan hafi ekki farið að skipta sér af hjónabandinu fyrr en á þrettándu öld en barneignir utan hjónabands hafi ekki verið taldar vandamál.

„Af einhverjum ástæðum höfum við Íslendingar verið sérlega óheft með þetta.“

Sagði hún. Hún sagði einnig að viðhorfið til hjónabandsins mótist af siðferðislegum og félagslegum þáttum og stundum trúarlegum. Hér á landi séu engin íhaldssöm öfl trúar eða siðferðis sem fordæma fólk fyrir að eignast börn utan hjónabands. Þá gjaldi börn ekki fyrir að fæðast utan hjónabands þar sem þau hafa sömu lagalegu réttindi og börn sem fæðast innan hjónabands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“