fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Festi bíl í ánni og þurfti að klifra upp á þak

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 12:23

Mynd: Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í morgun vegna ökumanns sem festi bíl sinn í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Maðurinn þurfti að fara upp á þak bílsins því vatn flæddi inn í bílinn. Maðurinn var búinn að vera á þaki bílsins í um tvær klukkustundir þegar björgunarmenn komu að.

Mynd: Landsbjörg

„Vel tókst að koma manninum í land en unnið er að því að koma bílnum úr ánni. Var hann farinn að grafast niður og mátti því ekki tæpara standa að bjarga manninum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Þá segir enn fremur:

„Rétt er að benda á að vegna rigninga hefur vaxið mikið í ám á hálendinu og eru margar þeirra því illfærar og jafnvel ófærar óbreyttum jeppum.“

Mynd: Landsbjörg

Meðfylgjandi myndir eru frá vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt