fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. júlí 2020 12:26

Mynd: hvatisport.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi starfsmaður Íþróttasambands fatlaðra, ákvað árið 2017 í kjölfar mikilvægrar endurhæfingar á Reykjalundi, að taka ábyrgð á eigin heilsu og sækja um  styrk til kaupa á hjálpartæki sem gerði henni kleift að halda endurhæfingu áfram. Nú árið 2020 er mál hennar enn í ferli, bréf fara á milli staða fram og aftur og lokaniðurstaða óljós.

Þetta kemur fram í nýrri grein í Hvata, tímariti Íþróttasambands fatlaðra.

Fyrir fólk með hreyfihömlun er öll líkamsþjálfum afar mikilvæg en því miður virðist oft ganga mjög hægt og illa fyrir þetta fólk að fá styrk til kaupa á hjálpartækjum. Í greininni segir:

„Á Covid tímum þegar fólk hefur þurft að huga sérstaklega að andlegri og líkamlegri heilsu, hefur landlæknir ítrekað bent á mikilvægi hreyfingar, næringar og svefns. Fólk hefur upplifað nýja tíma, jafnvel innilokað á heimilum sínum og fundið hve erfitt það er að komast ekki í sund, líkamsrækt, útivist eða aðra reglulega hreyfingu. Andleg og líkamleg líðan er í húfi og allir fá hvatningu til að gera heimaæfingar eða ef hægt er, fara út í göngu eða hjólatúr.“

Ferlið við að sækja um styrk til kaupa á hjálpartækjum til endurhæfingar er langt og strangt og getur endað með höfnun:

„Í kjölfar þess að umsókn var hafnað, hefur málið verið í ferli þar sem umsækjandi óskar nánari skýringa. Bréf hafa farið á milli þar sem umboðsmenn umsækjenda vísa í atriði sem talið er að hafi átt að taka tillit til og geti haft áhrif á niðurstöðu. Bréf hafa frá  2017 farið milli umsækjanda, Sjúkratrygginga Íslands, hjálpartækjamiðstöðvar SÍ  úrskurðarnefndar velferðarmála og umboðsmanns alþingis. Þar er vísað í lög og reglugerðir s.s. lög um Sjúkratryggingar Íslands, 26 gr , reglugerð um styrki vegna hjálpartækja 3. gr, Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra o.s.frv.

Upp úr stendur að málið er alls ekki í samræmi við brýn skilaboð landlæknisembættisins um mikilvægi hreyfingar og heilsueflandi samfélaga um gildi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu.“

Stórafmæli hjá sambandinu og tímaritinu

Tímaritið Hvati kemur núna út á netinu eingöngu, vegna kórónuveirufaraldursins, en um er að ræða ársrit sem hefur komið út í 30 ár. Þess má enn fremur geta að Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 40 ára afmæli á síðasta ári en sambandið var stofnað 17. maí árið 1979.

Tímaritið er allt aðgengilegt á netinu og er stútfullt af fjölbreyttu og áhugaverðu efni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda