fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

Telur malbikið á Kjalarnesi hafa verið vitlaust blandað – Eins og notað er á hálkusvæðum ökuskóla

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 08:00

Malbikið er að sögn eins og notað er á akstursæfingasvæðum. mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að þetta sé vitlaust blandað, það er of mikið bik í þessu. Þetta er úti um allt, á Reykjanesbrautinni, við Smáralindina, á Gullinbrú. Það oft búið að kvarta undan þessu.“ Þetta hefur Fréttablaðið eftir Ólafi Guðmundssyni, umferðaröryggissérfræðingi um malbikið á vegarkaflanum á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi á sunnudaginn.

Haft er eftir honum að um léleg vinnubrögð sé að ræða og margoft sé búið að benda á hættuna sem skapist vegna malbiks sem þessa.

„Gæðaeftirlitið er ekki í lagi og það er ekki farið eftir uppskriftinni. Þetta eru að mínu viti léleg vinnubrögð. Þetta verður eins gler. Þegar það blotnar þá verður þetta glerhált. Þetta verður mjög lúmskt. Þetta er gert þegar menn búa til hálkusvæði í tengslum við ökuskóla erlendis, þá setja menn extra mikið bik og úða svo vatni og þá verður þetta flughált.“

Er haft eftir honum.

Það var Loftorka Reykjavík sem sá um malbikun vegarkaflans og efnið kom frá Malbikunarstöðinni Höfða. Fréttablaðið hefur eftir Ásberg K. Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Malbikunarstöðvarinnar Höfða að stöðin hafi afgreitt rétt efni.

„Við uppfylltum þær kröfur sem komu frá verkkaupa og hann óskaði eftir. Framleiðsluniðurstöður okkar sýna það.“

Sagði hann. Hann sagði jafnframt að steinastærð hafi verið breytt frá hinu hefðbundna en það eigi ekki að hafa teljandi áhrif, uppskriftin eigi að vera stöðluð.

Ekki náðist í talsmenn Loftorku Reykjavík.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði til rannsóknar hvað hafi farið úrskeiðis.

„Mér skilst að allar mælingar í malbikunarstöðinni hafi verið innan marka. Eigi að síður er malbikið of hált þegar það er lagt út. Það er ekki hægt að segja á þessari stundu hvort eitthvað hafi brugðist í framleiðslunni og það er eitt af því sem þarf að skoða gaumgæfilega.“

Hann sagði að Vegagerðin væri veghaldarinn og beri endanlega ábyrgð.

„En verktakinn skilar ekki því sem við viljum fá samkvæmt útboðsskilmálum þannig að þeir bera ábyrgð á því. Við þurfum hins vegar að vita af hverju þetta verður svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“