fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Afsláttarhátíð á mörgum glæsilegustu hótelum landsins

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 12:17

ION Adventure er þeirra hótela sem býður góðan afslátt í sumar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú keppast ferðaþjónustufyrirtæki við að auglýsa afþreyingu og gistingu á niðursettu verði sökum skorts á erlendum ferðamönnum. Mörg eftirsóttustu hótel landsins eru komin með sérflipa, eða tilboð, sem merkt eru Sumar 2020. DV tók saman nokkur af girnilegustu tilboðunum.

 


HÓTEL GEYSIR

Hótelið var opnað í ágúst 2019. Það er nokkuð stórt með 77 herbergjum og 6 svítum, en mikið er lagt upp úr útsýni yfir sveitina. Hótelið er fallega innréttað og hefur hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum. Hluti herbergjanna er með stórum útskotsglugga sem hægt er að tylla sér í og láta hugann reika, en hin herbergin eru björt með stórum opnanlegum gluggaflötum og svölum. Hótelið hefur tileinkað sér sjálfbæra, umhverfisvæna stefnu en Hótel Geysir er starfrækt og upphitað eingöngu með grænni og endurnýjanlegri orku. Allt rafmagn sem notað er á hótelinu er framleitt af vatnsaflsvirkjunum, sem framleiða græna orku.

Tilboð: Frá 29. maí til 30. júní er boðið upp á tveggja manna herbergi á 19.500 kr. fyrir tvo með morgunverði og 40% afslátt af svítum. Einnig er tilboð á glæsilegum 4 rétta kvöldverði á 7.900 kr. á mann.
Tripadvisor: 4 af 5 / 387 umsagnir.

MAGMA HÓTEL KIRKJUBÆJARKLAUSTRI

Magma hótel og Bistro 1783 er staðsett í Landbroti, um 3 kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Hótelið var byggt 2017 og hefur verið nánast uppbókað síðan og þá einna helst af erlendum ferðamönnum. Hótelið er staðsett í stórbrotinni náttúru og eru herbergin í formi nútímalegra smáhýsa með verönd.

Tilboð: Nú sjást verð frá 19.900 krónum fyrir nóttina, sem var áður 35.900 krónur. Ef bókaðar eru fleiri en 2 nætur á hótelinu fá viðskiptavinir 5.000 kr. inneign á veitingastað hótelsins fyrir hverja aukanótt.
Tripadvisor: 5 af 5 /215 umsagnir.

 

ION ADVENTURE
Við Nesjavelli stendur hið gullfallega hótel ION Adventure. Hótelið er byggt ævintýralega inn í landslagið og skartar vinsælum veitingastað. Á staðnum starfa meðlimir kokkalandsliðsins, en maturinn þykir sérstaklega góður. Hótelið var opnað í ársbyrjun 2013 og hefur unnið til fjölda verðlauna og skartar glæsilegri sundlaug.

Tilboð: Helgartilboð í allt sumar frá 29.900 kr. á nótt/ 49.900 fyrir tvær nætur – innifalið: Miðað við tvo í herbergi, gisting, 2 rétta kvöldverður og morgunverður. Jóga og gönguferðir með leiðsögn. Einnig er boðið upp á börger og bjór á 2.990 kr. alla föstudaga og laugardaga í sumar – innifalið: Hamborgari, franskar og bjór + ókeypis aðgangur að Lava Spa, ganga um Hengilssvæðið og jóga.
Tripadvisor 3.5 af 5 / 1191 umsagnir.


UMI HÓTEL
UMI hótel var opnað í lok sumars 2017 og er staðsett við rætur Eyjafjallajökuls. Dóttir eiganda hótelsins, Sandra Dís Sigurðardóttir innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður, sá um alla hönnun á hótelinu sem er ákaflega falleg, en arkitekt hússins er Gunnar Páll Kristinsson. Hótelið er 28 herbergja, 4 stjörnu Boutique­hótel, sem hefur hlotið bæði World Luxury Hotel Awards og Travel and Hospitality Awards.

Tilboð: Fyrir helgar í maí og júní ásamt öðrum frídögum: Gisting í eina nótt í standard herbergi ásamt morgunverði fyrir tvo: 17.900 kr. Gisting í eina nótt í standard herbergi ásamt þriggja rétta kvöldverði að hætti kokksins og morgunverði fyrir tvo: 30.000 kr.
Tripadvisor 4.5 af 5 / 202 umsagnir.


B59 Í BORGARFIRÐI

Hótelið er mjög smekklega innréttað og frábærlega staðsett við aðalgötuna í Borgarnesi, svo stutt er að ganga í Landnámssetrið, í sund eða Leikfangasafn Soffíu og í drykk á pallinum í Englendingavík svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er ísbúð á hótelinu. Veitingastaðurinn þykir góður en einnig er spa á staðnum og bistró. Hægt er að bóka fallega svítu með frístandandi baðkeri sem bræðir hjörtu, séstaklega ef það er konfekt og kampavín á kantinum.

Tilboð: Gisting, þriggja rétta kvöldverður, freyðandi fordrykkur og aðgangur að Lóu heilsulind á 24.900 kr. Gildir fyrir tvo.
Tripadvisor: 4.5 af 5 /111 umsagnir.


360 HÓTEL

Hótelið er staðsett rétt fyrir utan Selfoss og var opnað í ágúst 2018. 360 hótel þykir eitt það fallegasta á landinu, en mikið er gert út á útsýni og náttúrulegar innréttingar. Hótelið er lokað til 1. júní vegna breytinga á spaaðstöðunni, en þar er bæði að finna heitan pott og sundlaug.
Tilboð: 27.000 kr. nóttin, en almennt verð hefur verið 55.000 kr. á nótt. Afsláttur verður einnig á veitingastað hótelsins í sumar.
Tripadvisor: 5 af 5 / 159 umsagnir.


HÓTEL SIGLÓ

Þetta hótel er sannkallaður gimsteinn. Hótelið er jafn vinsælt vetur og sumar, en Siglufjörður er vinsæll áningarstaður fyrir skíðagöngufólk. Gluggar hótelsins eru sérstaklega skemmtilegir, en í betri herbergjunum eru bekkir í gluggunum svo hægt er að sitja í þeim og njóta útsýnisins. Í setustofunni er kamína og hönnun hótelsins er mjög vel heppnuð.

Tilboð: Tveggja manna herbergi frá 17.900 krónum.
Tripadvisor: 5 af 5 / 415 umsagnir.

HÓTEL RANGÁ

Rangá er ein vinsælasta veiðiá landsins, en við ána stendur hið fagra Hótel Rangá. Hótelið hefur verið vinsælt meðal Íslendinga, en þar hafa einnig stórstjörnur á borð við Kardashian­klanið hvílt lúin og ofmynduð bein sín. Á Hótel Rangá eru 52 herbergi, þar á meðal eru í boði glæsilegar svítur en hönnunin á þeim tekur mið af heimsálfunum og eru þær nefndar eftir þeim.

Tilboð: Rangá býður um þessar mundir 10 ára gamalt verð. Gisting í standard tveggja manna herbergi, þriggja rétta sælkerakvöldverður að eigin vali af matseðli, eldfjallakokkteill og morgunverður með kampavínsívafi, 43.900 kr. fyrir tvo.
Tripadvisor 4.5 af 5 / 2.351 umsögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi