fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
Fréttir

Coved kokteilar og vélmenni á Hafnartorgi

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glacier and Fries er fyrsti snjallbar landsins en hann opnaði nýverið í miðborg Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorgi. Staðurinn er meðal annars mannaður af vélmennum sem sinna hlutverki barþjóna og hrista kokteila ofan í gesti staðarins. 135 mismunandi kokteilar eru meðal þess sem vélmennin tvö geta hrist en þau hafa hlotið nöfnin Flóki og Rganar.

Gestir geta sjálfir afgreitt sig með því að panta í gegnum skjá á staðnum og velja þar af matseðli. Matseðilinn saman stendur meðal annars af allskyns framandi frönskum kartöflum með áleggi, kolablönduðum kúluís og skartgripum svo fátt eitt sé nefnt. Hugmyndaflugið hefur greinilega ráðið ríkjum við samsetningu matseðilsins og húmorinn er ekki skilinn eftir.

Hægt er að panta sér kokteilinn F**K COVED sem samanstendur meðal annars af öskublönduðu rommi og súkkulaði hrískúlum. Gullflögur eru einnig áberandi á staðnum en þær er meðal annars að finna í niðusoðnum fisk sem framreiddur er í smart dósum og ofan á kaffi.  Einnig er hægt að panta sér smakk af sterku áfengi sem staðurinn framleiðir sjálfur í sprautuformi en þess má geta að nánast allt á staðnum er framleitt undir merkjum hans svo sem tonic, vatn, áfengi og fiskur.

 

https://www.facebook.com/glacierfire.is/videos/2586195411657577/?epa=SEARCH_BOX

 

Staðurinn er vægast sagt upplifun fyrir öll skilningarvit en þar er einnig að finna vélhund sem hægt er að leika við og þrívídda prentara sem mun á seinni stigum staðarins prenta mat en sem stendur er það mannshöndinn sem framleiðis kræsingarnar á meðan vélmennin hrista kokteila. Kokteilarnir eru ívið ódýrari en gengur og gerist í Reykjavík en almennt verð á vinsælum kokteilum er oft um 2200 krónur. Sem dæmi má nefna að COVID kokteilinn kostar 1625 krónur en allir drykkir eru framreiddir í plastglösum sem er vissulega nokkur bömmer.

 

Gin og gulleginn þorskur. Haldið ykkur fast!
Kokteilar eru pantaði af skjáum víða um staðinn.

 

Hægt er að panta skart á staðnum um leið og þú pantar franskar.
Ískúla með eldfjallaösku
Gestir geta sjálfir pantað sér gúmmelaði af skjám staðarins.
Sterkt í sprautu?
Gullflögur í kaffið og allir kátir.
Ævintýragjarnir og þyrstir gestir hafa í nægu að skála.
Franskar kartöflur spila stórt hlutverk á staðnum.

   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pétri sagt að „rotna í helvíti“ fyrir að birta færslur á Facebook – „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“

Pétri sagt að „rotna í helvíti“ fyrir að birta færslur á Facebook – „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hæstiréttur neitaði nauðgara og innbrotsþjófi um áfrýjun

Hæstiréttur neitaði nauðgara og innbrotsþjófi um áfrýjun
Fréttir
Í gær

Nýtt lyf við Alzheimers hægir á minnistapi – Ýtir undir vonir um að elliglöp verði læknanleg í framtíðinni

Nýtt lyf við Alzheimers hægir á minnistapi – Ýtir undir vonir um að elliglöp verði læknanleg í framtíðinni
Fréttir
Í gær

Snekkjur, málverk og gjaldeyrir eiga að bjarga úkraínsku efnahagslífi

Snekkjur, málverk og gjaldeyrir eiga að bjarga úkraínsku efnahagslífi
Fréttir
Í gær

Fjárkúgunarkæru gegn Hörpu vísað frá – „Ég er rosa ánægð“

Fjárkúgunarkæru gegn Hörpu vísað frá – „Ég er rosa ánægð“
Fréttir
Í gær

Íbúar í Reykjanesbæ verulega ósáttir með tillögu bæjarráðs – „Fáránlegasta hugmynd sem ég hef heyrt“

Íbúar í Reykjanesbæ verulega ósáttir með tillögu bæjarráðs – „Fáránlegasta hugmynd sem ég hef heyrt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullur dauðdagi rússnesks ofursta – „Framdi maðurinn minn virkilega sjálfsvíg með fimm skotum?“

Dularfullur dauðdagi rússnesks ofursta – „Framdi maðurinn minn virkilega sjálfsvíg með fimm skotum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskar mæður með skýra kröfu til Pútíns

Rússneskar mæður með skýra kröfu til Pútíns