Tveir greindust með COVID-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring. Það er heldur lítið, en samt fjölgun ef miðað er við seinustu tvo daga. Þetta kemur fram á covid.is
281 sýni voru greind í gær, þar af voru 199 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 182 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Bæði smitin sem greindust í gær voru hjá eirufræðideild Landspítalans.
Orð Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis vöktu mikla athygli í gær, þegar hann talaði um að einum kafla stríðsins væri lokið.
„Það má kannski segja að nú sé einum kafla lokið í stríðinu við COVID hér, en stríðið er nokkrir kaflar. Við erum ekki enn komin í land. Nýr kafli sem nú tekur við felst í því að koma í veg fyrir að faraldurinn blossi upp aftur.“