fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Dóttirin fann dularfullann kassa með framandi kynlífstækjum við Tjörnina

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 26. apríl 2020 00:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Sturludóttir fór í gær, laugardag ásamt Hrönn, vinkonu sinni og Sunnu, dóttur sinni að plokka líkt og fjöldi annara Íslendinga. Það eitt og sér er kannski ekki í frásögur færandi heldur var fengurinn af plokkinu þeirra ansi áhugaverður. Hún deilir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Undir brúnni yfir læknum sem rennur úr Vatnsmýrinni í Tjörnina fann Sunna, daginn fyrir fimmtán ára afmælið sitt „dótakassa“. Hún á þá að hafa kallað á Auði og Sunnu og sagt þeim að hún hefði fundið kassa fullan af kynlífstækjum.

Það öflugasta á markaðinum

Líkt og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni lágu í kassanum kynlífsleikföng af öllum stærðum og gerðum. Ekki er vitað hvaðan tækin koma og verður þessi „fjársjóður“ að teljast ansi dularfullur.

Einu tækjanna er lýst á Amazon sem voldugu kynlífstæki sem sé það öflugasta á markaðinum. Þá spyr einn í ummælakerfinu hvort að eitt tækið sé snagi.

Image may contain: shoes and outdoor
Snagi?

Þá fjallar Auður einnig um vandræðalega ferð sína í Sorpu eftir fundinn

„Ég fór í Sorpu með 3 ruslapoka (allt í bland). Starfsmaður Sorpu var auðvitað mjög samviskusamur og sagði mér að flokka allt ruslið. Ég þurfti sem sagt að sturta öllu á planið í Sorpu og flokka plast, rafmagnstæki og annað rusl á rétta staði. Mjög spennandi fyrir alla sem áttu leið hjá.“

Blaðamaður DV spurði Auði um viðbrögð hjá starfsmanni Sorpu. „Hann var bara voða kurteis og pínu vandræðalegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“