Auður Sturludóttir fór í gær, laugardag ásamt Hrönn, vinkonu sinni og Sunnu, dóttur sinni að plokka líkt og fjöldi annara Íslendinga. Það eitt og sér er kannski ekki í frásögur færandi heldur var fengurinn af plokkinu þeirra ansi áhugaverður. Hún deilir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Undir brúnni yfir læknum sem rennur úr Vatnsmýrinni í Tjörnina fann Sunna, daginn fyrir fimmtán ára afmælið sitt „dótakassa“. Hún á þá að hafa kallað á Auði og Sunnu og sagt þeim að hún hefði fundið kassa fullan af kynlífstækjum.
Líkt og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni lágu í kassanum kynlífsleikföng af öllum stærðum og gerðum. Ekki er vitað hvaðan tækin koma og verður þessi „fjársjóður“ að teljast ansi dularfullur.
Einu tækjanna er lýst á Amazon sem voldugu kynlífstæki sem sé það öflugasta á markaðinum. Þá spyr einn í ummælakerfinu hvort að eitt tækið sé snagi.
Þá fjallar Auður einnig um vandræðalega ferð sína í Sorpu eftir fundinn
„Ég fór í Sorpu með 3 ruslapoka (allt í bland). Starfsmaður Sorpu var auðvitað mjög samviskusamur og sagði mér að flokka allt ruslið. Ég þurfti sem sagt að sturta öllu á planið í Sorpu og flokka plast, rafmagnstæki og annað rusl á rétta staði. Mjög spennandi fyrir alla sem áttu leið hjá.“
Blaðamaður DV spurði Auði um viðbrögð hjá starfsmanni Sorpu. „Hann var bara voða kurteis og pínu vandræðalegur.“