Í gær greindi RÚV frá því að áhöfn þyrlu landhelgisgæslunnar hefði farið í óvænt útkall eftir að hafa bjargað slösuðum vélsleðamanni. Þeir hafi farið með slasaða manninn á sjúkrahúsið á Akureyri og síðan ákveðið að fara út að borða á Bautann.
Á Bautanum var ekki allt með kyrrum kjörum, en þar kviknaði í grilli staðarins. Hringt var á slökkviliðið, en starfsmenn landhelgisgæslunnar tóku málin í sínar hendur og slökktu eldinn. Engan sakaði og ekkert tjón hlaust af eldsvoðanum.
Á myndböndum sem má sjá hér að neðan má sjá það hvernig landhelgisgæslan beitir bæði slökkvitæki og eldvarnarteppi til að slökkva eldinn.
[videopress EsBKUY0x]