fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ofbeldismálið í Kópavogi á borði bæjarráðs: Ræða við önnur sveitarfélög um samstíga aðgerðir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 14:37

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottafengin árás á fjórtán ára dreng við biðstöð Stræót í Hamraborg í Kópavogi, sem greint var frá í síðustu viku, var tekin til umræðu á fundi bæjarráðs Kópavogs í morgun.

Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mættu á fundinn og ræddu verklag þeirra þegar upp koma mál sem varða ofbeldi og mismunun meðal ungmenna.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í bæjarstjórn Kópavogs á þriðjudag og lagði áherslu á þá skyldu sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem Kópavogsbær vinnur nú að því að innleiða, leggur á stjórnvöld að hafa virkar ráðstafanir til að greina og bregðast við tilfellum þar sem barn hefur sætt illri meðferð.

Í framhaldinu óskaði Sigurbjörg eftir umræðu í bæjarráði um viðbrögð Kópavogsbæjar vegna málsins og bar þar upp tillögu þess efnis að Kópavogsbær hefji átak gegn einelti og ofbeldi ungmenna.

Málið var sem fyrr segir tekið fyrir í morgun og samþykkti bæjarráð að Kópavogsbær myndi hefja samræður við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samstíga aðgerðir vegna ofbeldis meðal unglinga. Sviðsstjóra menntasviðs var falið að hafa samband við forstöðumann þjónustumiðstöðvar Breiðholts, sem þegar hefur haldið samráðsfund með fulltrúum innan Reykjavíkurborgar um ofbeldi meðal unglinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi