fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sólveig Anna borin þungum sökum – „Hver kemur illa fram við konur?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 13:11

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú hófst feril þinn í starfsmannamálum með því að reka skrifstofustjóra Eflingar fyrirvaralaust á fjölmennum starfsmannafundi. Þú hést því á fundinum að ekki stæði til að reka fleiri. Þú gekkst á bak þeirra orða þinna. Síðan þá hefur þú sagt upp eða hrakið úr starfi á annan tug starfsmanna,“ segir Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar, í opnu bréfi til Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem Þráinn birtir í Morgunblaðinu. Þráinn var rekinn úr starfi sínu sem skrifstofustjóri eftir að Sólveig varð formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins. Síðan hafa aðrir hausar fokið.

Þráinn skrifar enn fremur:

„Allan þann tíma sem þetta ástand hefur varað á skrifstofu Eflingar hefur þú aldrei sýnt lit á því að ræða við okkur sem höfum leitað eftir að réttindi okkar sem launamanna séu virt. Þú hefur sýnt okkur algera vanvirðingu. Þú hefur neitað að ræða við okkur í eigin persónu en beitt fyrir þig lögmönnum úti í bæ, lögmanni félagsins og lögmönnum ASÍ sem áður fyrr vörðu hagsmuni starfsmanna og félagsmanna Eflingar. Þú hefur beitt öllum brögðum hinna lágkúrulegustu atvinnurekenda með framkvæmdastjóra þínum til að losa þig við starfsmenn sem um langan tíma hafa haldið uppi starfsemi á skrifstofu Eflingar. Okkur er löngu nóg boðið og við krefjumst virðingar fyrir störf okkar.“

Þráinn bendir á að Sólveig Anna saki borgina um vonda framkomu við konur í tengslum við kjaradeilur Eflingar við borgina. Þráinn telur að Sólveig sé þar að kasta steinum úr glerhúsi því hún hafi sjálf vanvirt konur og störf þeirra á skrifstofu Eflingar:

„Þú leggur í opnu bréfi til borgarstjóra mikla áherslu á að illa sé komið fram við konur. Það vill svo til að flestir þeirra starfsmanna sem þú hefur rekið frá Eflingu eða bolað í veikindaleyfi eru konur. Þér leyfist sem sé vond framkoma við konur á sama tíma og þú sakar borgarstjóra um að vanvirða konur og störf þeirra.

Þú krefst sjálf virðingar. Þú krefst þess að á þig verði hlustað. Þau sem krefjast virðingar af öðrum verða að sýna hana sjálf. Þar sýnir þú sjálf vont fordæmi.“

Þráinn skrifar enn fremur:

„Fólkið sem þú losaðir þig við á skrifstofu Eflingar gengur ekki að neinum störfum úti í samfélaginu, þar sem sérhæft starf á vegum Eflingar býður ekki upp á slíkt að starfsferli loknum. Ég vil halda því fram að viðhorf og framkoma ykkar Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, lýsi mannvonsku og mannfyrirlitningu sem aldrei hefur viðgengist á skrifstofum stéttarfélaga fyrr.“

Þráinn segir Sólveigu og Viðar hafa hreinsað út á skrifstofu Eflingar til að koma þar inn hugmyndafræði og baráttuaðferðum sem eigi heima á öskuhaugum sögunnar. Þráinn sakar Sólveigu og Viðar um fyrirlitningu í garð þeirra sem eru annarrar skoðunar en þau:

„En vandi þinn er því miður djúpstæður. Hann felst í því að fyrirlíta þá sem eru annarrar skoðunar en þú. Það á jafnt við um starfsmenn, stjórnarmenn og viðsemjendur. Þú reynir að kúga þetta fólk. Þú getur gert það með ófyrirleitinni framkomu á vinnustaðnum um tíma en til lengdar gengur það ekki, hvorki á vinnustaðnum, meðal samherja né viðsemjenda. Hótanir þínar og Viðars Þorsteinssonar í garð starfsmanna, samstarfsaðila og viðsemjenda geta gengið um hríð en svo lætur fólk ekki bjóða sér þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat