fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Styttist í slaginn við Ungverja – Hvað er framundan hjá strákunum okkar á EM?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar mæta Ungverjum í dag kl. 17:15 í lokaleik liðanna í E-riðli á EM. Leikurinn fer fram í Malmö eins og aðrir leikir Íslands til þessa. Ísland er komið áfram í milliriðil en ef Ísland sigrar Ungverjaland í dag tökum við tvö stig með okkur í milliriðilinn – gífurlega mikilvæg stig sem geta ráðið miklu um framhaldið.

Íslendingar verða í milliriðli með Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Slóveníu, auk þess liðs sem fer með okkur, Ungverjaland eða Danmörk. Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í undanúrslit. Þetta eru allt lið sem Ísland hefur unnið á undanförnum árum. Ekkert segir að við getum ekki lagt þau að velli núna.

Þjálfari Ungverjalands, Isvan Gulyas, segir í viðtali við RÚV að Íslendingar spili öfluga og flókna vörn. Hann býst við mjög erfiðum leik en trúir á sigur.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslands, segir í viðtali við RÚV að Ungverjar hafi reynst Íslendingum ákaflega erfiðir í gegnum tíðina. Ungverjar hafi spilað frábærlega í jafnteflisleik gegn Dönum. Guðmundur segir að planið sé að keyra upp hraðaupphlaup gegn Ungverjum og reyna að ná góðu forskoti snemma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð