fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fréttir

Móðir sýknuð af ákæru um að hafa beitt son sinn ofbeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um líkamsárás á son sinn sem er á unglingsaldri. Meintur brotaþoli er fæddur árið 2003 en atvikið átti sér stað vorið 2018 er hann var 14 til 15 ára. Konan var sökuð um að hafa veist með ofbeldi að syni sínum á heimili þeirra, hrint honum niður á rúm, sest ofan á hann og þrýst hnjám á bringu hans, tekið hann hálstaki og hrækt í andlit hans.

Fyrir utan ákæru ákæruvaldsins var gerð einkaréttarkrafa á móðurinna fyrir hönd piltsins þar sem þess var krafist að hún greiddi honum eina milljón króna í miskabætur.

Samkvæmt læknisrannsókn eftir atvikið var pilturinn með minniháttar áverka sem passa við atvikalýsingu að ofan.

Átökin urðu í kjölfar rifrildis mæðginanna en tilefnið var framkoma piltsins í garð bróður síns. Móðirin neitaði sök en samkvæmt hennar lýsingu snerust aðfarir hennar um að róa drenginn niður og fá hann til að hætta að öskra, meðal annars með því að taka fyrir munn hans. Kemur fram í dómnum að mæðginin hafi verið álíka þung er átökin áttu sér stað.

Eftir átökin fór drengurinn heim til föður síns sem eftir samtal við son sinn tilkynnti atvikið til barnaverndarnefndar.

Drengurinn dvaldist ekki á heimili móðurinnar í kjölfar atburðarins, heldur hjá föður sínum, en hún fékk því framgengt að þau hittust á sáttafundi. Móðirin ók þá með drengnum í bíl sínum og náðu þau ekki sáttum heldur varð sundurorða. Varð hún ekki við beiðni hans um að sleppa honum út úr bílnum fyrr en um seint og síðir. Það er mat sálfræðings að þetta atvik hafi einnig haft mjög slæm áhrif á andlega líðan drengsins, ekki síður en meint árás sem ákært er fyrir. Móðirin bar fyrir sig vegna þessarar framkomu að henni hafi liðið mjög illa og ekki verið í jafnvægi vegna verkjalyfja og þunglyndislyfja sem hún þurfti að taka um þetta leyti.

Dómara þótti ekki sannað að móðirin hefði ráðist á drenginn með ásetningi um ofbeldi og tók trúanlega hennar lýsingu á atvikum. Var hún sýknuð af ákæru um ofbeldi gegn barni og einkaréttarkröfu um miskabætur hafnað. Úrskurðað var að allur sakakostnaður greiðist úr ríkissjóði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jafntefli í Brighton
Fréttir
Í gær

Rannsaka hvað gerðist á Landakotsspítala – Niðurstöðurnar verða gerðar opinberar

Rannsaka hvað gerðist á Landakotsspítala – Niðurstöðurnar verða gerðar opinberar
Fréttir
Í gær

Þrettán af nítján íbúum smitaðir auk fjögurra starfsmanna

Þrettán af nítján íbúum smitaðir auk fjögurra starfsmanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

219 mæðrum sagt upp í miðju fæðingarorlofi

219 mæðrum sagt upp í miðju fæðingarorlofi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjögur ungmenni flutt á bráðadeild eftir umferðarslys í Kópavogi

Fjögur ungmenni flutt á bráðadeild eftir umferðarslys í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknað af ákæru um nauðgun – Landsréttur trúir ekki meintum brotaþola vegna viðbragða hennar

Sýknað af ákæru um nauðgun – Landsréttur trúir ekki meintum brotaþola vegna viðbragða hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir Hafsteini Oddssyni – Misþyrmdi konu hrottalega og skildi hana eftir nakta á víðavangi

Landsréttur mildaði dóm yfir Hafsteini Oddssyni – Misþyrmdi konu hrottalega og skildi hana eftir nakta á víðavangi