fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Erna Ýr segir MeToo geðveiki: „Ég heyrði ungar konur kvarta yfir að enginn þyrði að klípa í þær lengur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Viljanum, er þekkt fyrir umdeildar skoðanir. Á Facebook-síðu sinni hjólar hún nú í MeToo-hreyfinguna og segir hana hafa skemmt tilhugalíf fólks.

„MeToo hefur gert mörgum lífið leitt í tilhugalífinu. Franskur sjónvarpsmaður missti starfið og æruna fyrir það eitt að stíga í vænginn við konu í kokteilpartýi. En franskur dómstóll hefur úrskurðað um að fólki sé eðlilegt að fara á fjörurnar við annað fólk,“ skrifar Erna Ýr og deilir frétt af Viljanum sem fjallar um að Sandra Muller, ein lykilkona í MeToo-hreyfingunni í Frakklandi hafi verið dæmd til að greiða bætur fyrir falskar ásakanir.

Í athugasemd við færsluna bætir hún við þetta og segir: „Þegar MeToo brjálæðið stóð sem hæst, heyrði ég ungar konur sem biðu í röð á undan mér á leiðinni á barinn, kvarta yfir að það væri orðið tilgangslaust setja á sig ilmvatn, fara í rósóttu nærbuxurnar og fara í bæinn, þar sem enginn þyrði að klípa í þær lengur,“ skrifar Erna Ýr.

Gústaf Níelsson, sagnfræðingur sem hefur verið viðloðandi stjórnmál og er þekktur fyrir umdeildar skoðanir, fagnar þessum dómi í Frakklandi. „Það hlaut að koma að því að dómstóll kæmist að „náttúrulegri“ niðurstöðu,“ skrifar hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi