fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gróa hvetur foreldra til að vakna: „Skammarlegt og virðist sýna áhugaleysi foreldra á þessum málefnum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2019 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gróa Ásgeirsdóttir, ein af forsvarskonum á Allra vörum, segir það sláandi hversu óduglegir foreldrar eru að mæta fræðslufundi um vímuefnaneyslu ungmenna í skólum landsins. „Í fleiri hundruð barna skóla mæta kannski 10-20 foreldrar. Það er skammarlegt og virðist sýna áhugaleysi foreldra á þessum málefnum,“ segir Gróa í aðsendri grein um þetta mál sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Dugar ekki að koma frá „góðu heimili“

Gróa bendir á að Eitt líf sé forvarnar- og fræðsluátak sem vinnur að því að sporna við og draga úr misnotkun fíkniefna með áherslu á lyfseðilsskyld lyf, sér í lagi meðal barna og ungmenna. Hjá Einu lífi hafi verið unnið óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins sem vakið hefur mikla athygli.

„Starfsemin hófst eftir lát ungs drengs, Einars Darra, í maí 2018 og byggist á því að fræða börn og ungmenni, foreldra þeirra og kennara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Undirrituð er svo heppin að hafa hlustað á allar þessar kynningar en þær eru gjörólíkar eftir því hvort um er að ræða fræðslu fyrir börnin, foreldra þeirra eða kennara. Allt þetta efni er framúrskarandi vel unnið, byggt á tölulegum staðreyndum, unnið eftir viðmiðum Landlæknisembættisins, byggt á reynslu og gögnum sem hafa sannað gildi sitt. Það sem mér er hins vegar lífsins ómögulegt að skilja er hvers vegna foreldrar barna í grunnskólum mæta illa á þessar kynningar og fræðslu sem í boði eru. Hvað er að hjá foreldrum? Eru þeir svo uppteknir af sjálfum sér að þeir gefa sér ekki tíma til að fá fræðslu um það sem gæti hugsanlega bjargað börnum þeirra ef þau lenda í klóm fíkniefnasala og fara að fikta við lyf eða vímuefni? Eða halda foreldrar virkilega að börnin þeirra geti ekki lent í neinu? Að það dugi að börn séu „frá góðum heimilum“ eða að þau stundi íþróttir, eða að þeim gangi vel í skóla? Sagan sýnir að það dugar alls ekki til. Allir foreldrar geta lent í því að eiga börn eða ungmenni sem fikta við ólögleg lyf eða vímuefni.“

Vita foreldrar hvað forritið heitir?

Gróa spyr hvort foreldrar hafi til dæmis ekki áhuga á að vita hvað smáforritið heitir sem börn þeirra geta með einföldum hætti hlaðið niður í símana síma og keypt eða selt fíkniefni með einföldum hætti.

„Hafa foreldrar ekki áhuga á að vita að hverju þau ættu að leita, gruni þau að börn þeirra séu að fikta við lyf eða vímuefni? Ég neita að trúa því að foreldrar vilji ekki fræðast um þessi mál og vilji ekki vernda og upplýsa börnin sín. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna foreldrar mæta ekki og kynna sér málin betur,“ segir Gróa.

Einfaldara en að panta pizzu

Hún bendir foreldrum einnig á að það sé í raun og veru minna mál að panta ólögleg lyf eða vímuefni heldur en að panta pizzu. „Mig langar líka að benda foreldrum á að inni á skólalóðum og í hverfinu þeirra er verið að selja ólögleg lyf og vímuefni. Mig langar líka að benda foreldrum á að rannsóknir frá Rannsóknum og greiningu sýna að auknar samverustundir barna og foreldra draga úr líkum á því að börn leiðist út í vímuefnanotkun. Mig langar líka að benda foreldrum á að samkvæmt sömu rannsóknum þá hefur samverustundum barna og foreldra fækkað síðustu ár, og það er lífsins nauðsynlegt að þessum stundum fjölgi aftur.“

Gróa segir að foreldrar og aðrir þurfi að vera vakandi fyrir því að söluaðilar ólöglegra lyfja og vímuefna séu nær börnum okkar  en okkur grunar. Það sé ekki hræðsluáróður heldur staðreynd. „Á allra vörum stendur nú fyrir þjóðarátaki og safnar fyrir áframhaldandi forvarnar- og fræðslustarfi Eins lífs, og markmiðið er að allir grunnskólar landsins hafi tök á því að fá þessa mögnuðu fræðslu til sín á næstu misserum. Það þýðir að allir foreldrar hafa tök á að fá þessa fræðslu líka. Ég hvet ykkur öll til að vakna og mæta þegar Eitt líf kemur í skólann til barnanna ykkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi