fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Brautryðjandi í ferðaþjónustu Íslands látinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. ágúst 2019 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símon Sigurmonsson er látinn. Hann var 85 ára. Símon var sannkallaður brautryðjandi í ferðaþjónustu á Íslandi en hann hóf uppbyggingu og rekstur Gistihússins Langaholts árið 1977. Hann var enn fremur einn stofnaðila í Ferðaþjónustu bænda.

Skessuhorn greinir frá andláti Símonar. „Símon var fæddur í Einarsnesi í Borgarhreppi, sonur hjónanna Sigurmons Símonarsonar og Jórunnar Helgadóttur. Hann bjó um tíma á Akranesi en fluttist þá á Snæfellsnes. Símon og Svava Guðmundsdóttir eiginkona hans voru brautryðjendur í ferðaþjónustu bænda á Vesturlandi, hófu árið 1977 uppbyggingu og rekstur Gistihússins Langaholts. Þau voru meðal stofnaðila í Ferðaþjónustu bænda á níunda áratugnum, handhafar hlutabréfs númer tvö í fyrirtækinu,“ segir í minningargrein Skessuhorns.

Að lokum seldu þau gistihúsið til sonar þeirra. „Fljótlega eftir að þau hófu rekstur gistiheimilis og matsölu hættu þau hefðbundnum búskap á jörð sinni. Í Görðum er nú hin myndarlegasta aðstaða fyrir ferðafólk í gistingu og mat. Á þessum fallega stað í Staðarsveit geta gestir notið náttúrunnar, með Snæfellsjökulinn blasandi við í allri sinni dýrð, strönd Faxaflóa og fjallgarðinn. Símon og Svava seldu Gistihúsið Langaholt til sonar síns Þorkels og Rúnu konu hans. Hafa þau á undanförnum árum búið í Borgarnesi en slitu þó aldrei tengslin við Garða og hafa dvalið þar á sumrin til  aðstoðar yfir háönn ferðatímabilsins,“ segir í minningargrein Skessuhorns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi