fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Duterte segir Íslendinga skorta skilning: „Það er vandinn ykkar. Þið hafið of mikinn ís“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 15:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur gagnrýnt Ísland harðlega fyrir að ljá beiðni Sameinuðu Þjóðanna, um að staða mannréttinda í Filippseyjum verði tekin til rannsóknar, stuðning sinn.

Hann telur Íslendinga skorta skilning á þeim vandamálum sem Filippseyingar glíma við.

„Það er vandinn ykkar. Þið hafið of mikinn ís og það er ekki skýr munur á nóttu og degi hjá ykkur. Þú skiljið ekki glæpi, það er enginn lögreglumaður heldur og þið borðið bara ís.“

Duterte hefur hafnað beiðninni sem var studd af 18 ríkjum. Talsmaður forsetans, Salvador Panelo segir að með beiðninni sé markmiðið að koma illa við Filippseyinga.

Mannréttindahópar halda því fram að þúsundir manna hafi látið lífið í fíkniefnastríði Filippseyskra stjórnvalda.  Lögreglan þar í landi heldur því fram að um 6 þúsund manns hafi látið lífið frá því að Duterte tók við forsetaembættinu árið 2016.

Ríkisstjórn Duterte hefur þvertekið fyrir það að lögregla taki fíkniefnasala af lífi. Grunaðir fíkniefnasalar sem létu lífið í lögregluaðgerðum hefðu í öllum tilvikum veitt lögreglu viðnám.

Frétt ABC/CBN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“