fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Skúli sakar Stefán um ósannindi og dylgjur: „Það er rangt og stenst enga skoðun“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 9. júní 2019 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins WOW, sakar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskiptamoggans, um dylgjur og ósannindi um málefni WOW. Þetta skrifar Skúli í opinni færslu á Facebook.

Stefán Einar hefur mikið fjallað um málefni WOW, nú nýlega með eftirminnilegum hætti er hann gaf út heima bók um fall flugfélagsins, og svo í morgun þegar hann ræddi um WOW í þættinum Sprengisandi í morgun.

Þá fékk Skúli nóg og svaraði meintum rangfærslum Stefáns í langri færslu á Facebook.

„Því miður get ég ekki lengur orða bundist enda hefur Stefán núna ítrekað farið með dylgjur og ósannindi um málefni WOW air. 

Skuli segir það alrangt að Ben Baldanza hafi haft aðkomu að stjórn WOW vegna þrýstings frá flugvélaframleiðandanum Airbus. Eina aðkoma Airbus hafi verið að gefa Skúla upp símanúmer Bens.

Airbus eða leigusalar hafi ekki haft áhyggjur af rekstri WOW, eins og Stefán fullyrði, árið 2016. Það ár hafi afkoma og rekstur verið mjög góð.

„Þannig þessar fullyrðingar standast engan veginn.“ 

Skúli hafnar einnig þeim ásökunum Stefáns að hafa hundsað aðförunarorð annara í flugheiminum.

„Það er mjög auðvelt að vera vitur eftir á og eins og við höfum útskýrt þa liggur núna fyrir að við gerðum mikil mistök að færa okkur frá lággjaldastefnunni og að innleiða breiðþoturnar inn í leiðarkerfi okkar. Það reyndust dýrkeypt mistök. “

Einnig segir Skúli það rangt að helmingur af 6 milljarða skuldabréfútboði WOW air hafi verið í formi skuldaleiðréttingar eða skuldabreytingar.

„Það er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefáns Einars. “

Einnig segir Skúli að viðræður við Icelandair í septemberbyrjun hafi verið mjög óformlegar og snúist um hvort það væru efni til að hefja formlegar viðræður. Niðurstaðan hafi verið að ekki yrði farið í viðræður.

„Því bar hvorki Icelandair né okkur skylda að upplýsa markaðinn um það á þeim tíma, enda engin ástæða til.“ 

WOW air hafði undirritaðan skilyrtan samning við Indigo Partners um allt að 9 milljarða fjárfestingu. Samningurinn hefði tryggt framtíð WOW. Þar vann WOW náið með Samgögustofnu og örðum eftirlitsaðilum við að reyna að uppfylla skilyrði samningsins.

„Við unnum í góðri trú um að við værum að uppfylla ll skilyrði samningsins og myndum klára endanlegan samning eins og til stóð 28. febrúar 2019. Allt fram að þeim tíma vorum við öll sannfærð um að WOW air myndi lifa áfram. Því miður varð það ekki raunin. “

Skúli segir að Stefán Einar hafi skaðað flugfélið með umfjöllun í Morgunblaðinu í nóvember á síðasta ári þar sem hann fullyrti að WOW skuldaði Isavia 2 milljarða.  Í reynd hafi skuldin verið nær 1 milljarð.

„Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. “

Skúli segist ekki skorast undan ábyrgð á sínum hlut í fallinu.

„Það líður ekki sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu. Sú saga verður einn daginn sögð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“