fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Grunur um sprengju í farangri á Keflavíkurflugvelli – Töskusalur rýmdur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 17:28

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur um að sprengja væri í farangri farþega á Keflavíkurflugvelli vaknaði við hefðbundið eftirlit á farangri í lest í dag. „Hluturinn líktist óhugnanlega mikið sprengju,“ segir Jón Þór Karlsson, yfirvarðsstjóri flugstöðvardeildar löreglunnar á Suðurnesjum. Ekki reyndist um sprengju að ræða heldur eðlilegan hlut í farangri. Jón Þór segir:

„Í skimun þar sem leitað er í farangri sem fer í lest á flugvélum (þ.e. ekki handfarangri) kom fram mynd af hlut sem líktist handsprengju. Bara til að vera viss þá rýmdum við smá svæði í töskusalnum, þetta kom ekki við sögu hjá farþegum. Af því við þekktum þetta ekki þá fengjum við sprengjusérsveit ríkislögreglustjóra og hingað kom líka sprengjusveit frá Landhelgisgæslunni. Þetta fór farsællega, þetta var bara lögunin á farangrinum. Við höfðum fyrst bara þessa gegnumlýstu mynd og unnum út frá henni. Þar líktist hluturinn ótrúlega mikið handspengju en þegar farangurinn var opnaður og hluturinn færður til þá koma allt annað í ljós. Þetta var bara egglaga hlutur.“

Jón Þór segir að engar tafir hafi orðið á flugi vegna málsins en aðspurður játar hann því að viðbragðsferli lögreglunnar hafi virkað þarna ágætlega. „Það má alltaf skoða og læra og við erum með öryggið á oddinum hérna. Þegar eitthvað svona kemur upp þá virkjum við ákveðið ferli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni