fbpx
Laugardagur 27.febrúar 2021
Fréttir

Flugslysið í Fljótshlíð – Allir sem létust voru Íslendingar – Íbúar á svæðinu harmi slegnir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2019 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir þrír sem létust í flugslysinu við Múlakot í Fljótshlíð í gærkvöldi voru allir Íslendingar. Þeir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Þetta kemur fram í frétt á Vísi. Allir fimm farþegar vélarinnar voru Íslendingar.

Lögreglunni barst tilkynning um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð rétt eftir hálf níu í gærkvöldi. Fimm manns voru í einkaflugvélinni. Eldur var þá laus í flugvélinni en fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn. Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að þrír hefðu látist og tveir slasast alvarlega.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir allt óljóst um tildrög slyssins.

„Nei. Það er ekki komið á hreint hvað hér gerðist. Það er verið að vinna út bæði þeim gögnum sem við erum með og tala við þau vitni sem að voru að atvikinu og eins er verið að vinna á vettvangi,“ segir Sveinn í samtali við Vísi.

Slysið varð við Múlakot í Fljótshlíð. Mynd/Google

Vélin skráð erlendis

Flak vélarinnar verður nú flutt í rannsóknarskýli til frekari rannsóknar. Eins og DV sagði frá fyrr í dag virðist flugvélin hafa skollið skarpt niður eftir að eldur kom upp í vinstri væng flugvélarinnar. Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að rannsókn málsins gæti tekið töluverðan tíma. Í frétt Vísis kemur fram að vélin hafi verið skráð erlendis, fimm sæta, með tveimur hreyflum og af gerðinni PIPER PA-23. Sveinn segir samfélagið í Fljótshlíð harmi slegið.

„Hér er mikið og þétt samfélag hérna í Múlakoti af flugmönnum og þetta hefur vissulega áhrif. það er ekki langt í flugvöllinn í Múlakoti var flugvélin að koma inn til lendingar eða að taka á loft þegar slysið átti sér stað? Það er svo sem verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn var er ég ekki með að svo stöddu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tinna var beitt stafrænu kynferðisofbeldi aðeins 13 ára gömul – Varð bráðkvödd á heimili sínu

Tinna var beitt stafrænu kynferðisofbeldi aðeins 13 ára gömul – Varð bráðkvödd á heimili sínu
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þung gagnrýni á lögreglu eftir að hópferðabílstjóri var sýknaður – „Horfa inn í bíl þar sem eru kínverskir túristar og draga ályktanir“

Þung gagnrýni á lögreglu eftir að hópferðabílstjóri var sýknaður – „Horfa inn í bíl þar sem eru kínverskir túristar og draga ályktanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismorðið: Fimmmenningarnir áfram í gæsluvarðhaldi

Rauðagerðismorðið: Fimmmenningarnir áfram í gæsluvarðhaldi