fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vildu bara greiða fyrir aðgerð á vinstra brjóstinu: „Verið að refsa mér fyrir að vera komin með krabbamein“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er í raun verið að refsa mér fyrir að vera komin með krabbamein,“ segir kona sem nýlega greindist með krabbamein í hægra brjóstinu. Í ljós kom að konan ber BRCA2-genið sem eykur líkur á krabbameini og er konum í hennar sporum ráðlagt að láta fjarlægja bæði brjóst sín.

Aðgerðir sem þessar, þar sem brjóst eru fjarlægð í forvarnarskyni ef svo má segja, er greiddar af Sjúkratryggingum Íslands. En þar sem konan hafði þegar greinst með krabbamein í hægra brjóstinu náði greiðsluþátttakan aðeins til heilbrigða brjóstsins.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Í fréttinni kemur fram að konan hafi fengið þau skilaboð frá læknum að láta fjarlægja bæði brjóst sín. Að skilja annað brjóstið eftir, verandi arfberi BRCA2, væri eins og að vera með tifandi tímasprengju inni í sér.

Konan leitaði álits Kristjáns Skúla Ásgeirssonar sem hefur sérhæft sig í brjóstnámi og -uppbyggingu. Hann starfar á Klíníkinni í Ármálunum en einnig á brjóstamiðstöðinni í Nottingham á Englandi. Að því er fram kemur í frétt blaðsins spurði konan hvernig greiðsluþátttöku yrði háttað ef hún léti gera aðgerðina erlendis. Fékk hún þau skilaboð að þá yrði kostnaður greiddur að fullu, en hún þyrfti sjálf að bera kostnað af ferðalaginu til Englands.

Konan furðar sig á greiðsluþátttökukerfinu hér á landi og segir þetta dæmi mjög skrýtna birtingarmynd þess.

„Þetta er sami læknirinn, sama aðgerðin og ég fékk að vita hjá Sjúkratryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð. Það eina sem er öðruvísi er að ég þarf að leggja talsvert á mig til a fara erlendis í aðgerðina.“

Konan fór í aðgerðina í Nottingham í gær og þarf að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga áður en hún getur haldið heim á leið. „Ég hefði svo gjarnan vilja hafa losnað við það og fara í aðgerðina í Klíníkinni þar sem ég hefði getað fengið að bjóta stuðnings vina og ættingja,“ segir konan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi