fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Einar áhyggjufullur: „Þá er lifibrauðið farið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2019 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílagjald á Íslandi gæti ekki verið ódýrara. Þetta segir Einar Árnason, formaður bílstjórafélagsins Fylkis. Verðið taki mið af rekstrarkostnaði sem sé mun hærri en fólk gerir sér grein fyrir.

Einar  var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um leigubifreiðar og drög að frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi sem, ef samþykkt, mun breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða töluvert.

Samkvæmt frumvarpsdrögum er áætlað að afnema fjöldatakmarkanir á útgáfu atvinnuleyfa og stöðvaskyldu leigubílstjóra. Markmið frumvarpsins er að auka aðgengi að stétt leigubifreiðastjóra og efla þar með svigrúm og hvata til að móta nýjungar í þjónustu. Talið hefur að með þessum breytingum verði íslenskur markaður opnaður fyrir farþegaveitum á borð við Uber og Lift sem njóta mikilla vinsælda erlendis.

Einar tekur þó fram að komi slíkar þjónustur til landsins þá muni enn sem áður þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda þyrfti bílstjórar Uber væntanlega að vera tryggðir eins og aðrir atvinnubílstjórar. Einnig sé ólíklegt að tilkoma Uber muni leiða til jákvæðra áhrifa á kostnað leigubifreiða.

„Þeir geta ekki verið ódýrari en við því rekstrarkostnaðurinn á þessu er stærsta ástæðan fyrir því að leigubílar kosta það sem þeir kosta í dag.“

Segir Einar að rekstrarkostnaður fyrir utan stöðvargjöld geti verið um 300 þúsund krónur á mánuði. Þarna er kostnaður á borð við tryggingar, skatta, lífeyrissjóð, leigu á greiðsluposa og ýmis launatengd gjöld. Ofan á það bætist svo stöðvarkostnaður sem geti verið á bilinu 5-130 þúsund.

„Það er svona ýmislegt sem ég held að almenningur átti sig ekki á.“

Einar bendir einnig á að þegar fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar, þá geti það haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá atvinnubílstjóra sem hafa allar sínar tekjur af leigubílaakstri.

„Minn vinnudagur er svona að jafnaði 12-14 tímar á dag og ég vinn núna sjö daga vikunnar. […] Ég hef ekki hitt neinn ríkan leigubílstjóra hingað til.“

Hann segir að menn geti haft ofan í sig og á sem leigubílstjórar með því að vinna mikið. Með því að afnema fjöldatakmarkanir væri þessum möguleika stefnt í hættu.

„Menn eru á lifa á þessu í dag með því að vinna mikið, ef það er farið að gefa allt frjálst, engar stöðvar eða neitt og engin höft. Þá er lifibrauðið farið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði
Fréttir
Í gær

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein
Fréttir
Í gær

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur
Fréttir
Í gær

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti