fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Jóna upplifði martröð á Tenerife – 8 ára dóttur hennar hótað: „Ég og öll börnin vorum í hálfgerðu taugaáfalli“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir ákvað að fara í frí með börnin sín fjögur. Eins og svo margir Íslendingar ákvað hún að halda til Tenerife til að slaka á og njóta sólarinnar. Ferðalagið breyttist þó í martröð eftir að átta ára dóttir hennar handleggsbrotnaði og þær þurftu að leita aðstoðar á sjúkrahúsið Hospiten Sur og uppgötvuðu að starfsmönnum væri meira umhugað um peningana sem þeir gætu fengið úr tryggingum þeirra, heldur en þeirra velferð.

Jóna Sigurbjörg

Vildu leggja  hana inn með beinbrot

Á sjúkrahúsinu vildu starfsmenn strax leggja dóttur hennar inn og láta hana verja nóttinni á sjúkrahúsinu. Jóna þurfti að vera inn á sjúkrastofu með dóttur sinni, á meðan hin þrjú börnin máttu dúsa óafskipt í sex klukkutíma á biðstofunni. Jónu var bannað að fara fram til þeirra.

Strax og ég segi þeim að ég vilji ekki að dóttir mín sé lögð inn yfir nótt fara þeir að vera með leiðindi og meira að segja hótanir við mig. Ég er ein að ferðast með fjögur börn og gat ekki skilið hin þrú eftir ein á hóteli. Þeir vildu leggja hana inn til að fá meiri peninga.

„Svo af því að dóttir mín er frekar erfið þegar kemur að því að setja upp legg, berst á móti læknunum, þá fara þeir í svaka ham og  hóta henni að hún verði tekin af mér, það verði hringt í barnaverndarnefnd og svona. Þetta var hræðilegt. Hún er átta ára. Síðan hótuðu þeir mér að siga á mig barnaverndarnefnd því ég væri að verðast ein með börnin mín og afþví að ég vogaði mér að hlaupa út í bíl til að sækja klink í sjálfsala.“

 

Neituðu að gefa dóttur hennar verkjalyf

Þar sem dóttir hennar var ósamvinnuþýð vildu þeir láta hana dvelja aðra nótt á sjúkrahúsinu. Þegar Jóna sagði nei þá neituðu þeir að gefa henni útskriftarpappíra og vottorð um að dóttir hennar mætti fara í flug. Þeir meira að segja neituðu dóttur hennar um verkjalyf.

„Þeim er bara sagt að hóta fólki og koma svona fram til að reyna að fá meiri pening út úr fólki.“

Jóna segist ekki vera sú eina sem hafi lent í neikvæðri reynslu af Hospiten Sur.

„Það kom þangað íslenskur maður einu sinni með exem á fætinum. Þeir lögðu hann inn yfir nótt. Framkoman og peningaplokkið er rosalegt.“

Jóna þakkar bara fyrir að þetta hafi átt sér stað í lok ferðarinnar, en ekki við upphaf hennar, því er búið að taka fjölskylduna þó nokkra daga að vinna úr þessu áfalli.

„Þetta er bara hræðileg framkoma. Þetta þýddi það að ég og öll börnin vorum í hálfgerðu taugaáfalli eftir þessa reynslu. Ég svaf ekki í  fjóra sólarhringa og var að fara yfir um af stressi“

„Þetta er bara svo fáránlegt. Við lentum þarna bara í einhverjum hrægömmum, og greyið barnið í áfalli þarna. Við fengum ekki einu sinni útskriftarpappírana fyrr en daginn sem við vorum að fara heim og misstum næstum af flugi vegna þess.“

Vilja græða á Íslendingum

Hospiten Sur er að sögn Jónu besti spítalinn á svæðinu, en þeir fái þó peningamerki í augun þegar þeir sjá Íslendinga með gjöfullar ferðatryggingar.  Hospiten er gjarnan með sjúkrahús sín á vinsælum ferðamannastöðum, svo sem Tenerife og Kanarí.  Læknarnir þar eru mjög góðir, en það er framkoma þeirra starfsmanna sem sjá um samskiptin sem þarf að laga. Það var til að mynda túlkur á vegum spítalans sem hótaði átta ára handleggsbrotinni dóttur hennar.

Kona sem Jóna þekkir til starfaði um hríð á sjúkrahúsinu og greindi svo frá að það væri hluti af starfsskyldunum að koma illa fram við fjölskyldur og jafnvel gert að falsa sjúkraskýrslur til að tryggja greiðslur úr tryggingunum.

Fólk var kannski stundum að koma ofboðslega drukkið og slasað, en tryggingarnar ná ekki til þess ef viðkomandi er drukkinn. Þá var ætlast til að það yrði ekki tekið fram í skýrslum. Hún var rekin fyrir að senda frá sér vitlausa skýrslu, það er skýrslu sem sagði réttilega að sjúklingur væri drukkinn, frekar en að sleppa því.

Vill vara aðra við

Jóna vekur athygli á málinu til að vara aðra Íslendinga við. Hún var látin greiða 200 evrur í svonefnt startgjald, en mátti ekki fá kvittun fyrir því. Seinna komst hún að því að hún hefði alls ekki átt að greiða þetta, en þar sem engin kvittun liggur fyrir, eru þetta líklega glataðir peningar.  Hún vakti athygli á málinu inn á hópnum Tenerife og komst þar að því að margir  höfðu heyrt um eða lent í neikværð reynslu á sjúkrahúsinu. Þó svo kostnaðurinn sé að mestu greiddur af tryggingunum þá eru Íslendingar látnir greiða þetta startgjald, og lagðir inn þegar þess er ekki þörf, eða látnir gangast undir óþarfa læknismeðferð. Ein greindi í athugasemdum frá því að hún væri með æxli sem spítalinn vildi fremur fá hana reglulega inn til að láta frysta í stað þess að fjarlægja það með minniháttar aðgerð með laser. Jóna segir að þetta sé óboðlegt og Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir þessu.

„Svo framkoma er hryllileg. Þetta snýst bara um að græða á tryggingunum frá fólki“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jarðskjálfti í Torfajökli

Jarðskjálfti í Torfajökli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Tæknibyltingin bíður ekki eftir okkur og það er gróf vanræksla að ætla að bíða eftir að harmleikur gerist”

„Tæknibyltingin bíður ekki eftir okkur og það er gróf vanræksla að ætla að bíða eftir að harmleikur gerist”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni

Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Albert borinn til grafar í dag: „Fólk er að deyja úr þessum grimma sjúkdómi“

Albert borinn til grafar í dag: „Fólk er að deyja úr þessum grimma sjúkdómi“