fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Engin páskaegg fyrir fátæk börn í ár – Inga vonar að páskaeggjaframleiðendur geri betur næst

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, lagði leið sína í Iðufell til Fjölskylduhjálpar í dag til að vera viðstödd páskaúthlutun í hádeginu. Að  hennar sögn voru aðilar þegar farnir að bíða fyrir utan húsnæðið klukkustund áður en úthlutunin átti að hefjast, og ljóst að margir eiga um sárt að binda.

Gífurleg vonbrigði: Engin páskaegg.

Hún tók þó eftir því að engin páskaegg voru í úthlutuninni.

„Núna er ég á leið í Fjölskylduhjálp Íslands þar sem borgarfulltrúinn okkar Ásgerður Jóna heldur áfram að hjálpa fólkinu okkar sem á bágt,“ segir Inga í myndbandi á Facebook síðu sinni þar sem hún er á leið til að vera viðstödd páskaúthlutunina.

„Það er verið að leggja sitt af mörkum til að gera þetta sem veglegast og best og almennt er ekkert hér nema þakklæti og auðmýkt gagnvart þeim góðu verkum.“

Inga sýnir frá fjölbreyttu úrvali matvæla sem var úthlutað í ár, fiskur, kjötfars, snakk, eftirréttarpizza, grænmeti – bæði ferskt og frosið -, mjólkurvörur, djús og gos, svo nokkur dæmi séu tekin. Hún tekur þó fram að þetta sé aðeins brot af því sem standi gestum fjölskylduhjálpar til boða í ár. Þó tók hún eftir einu sem var áberandi fjarverandi í úthlutninni. Sjálf páskaeggin.

„Því miður er enginn páskaeggjaframleiðandi hér sem hefur séð ástæðu til þess að úthluta hér páskaeggjum til fátækra barna. Mörg þeirra fá ekkert páskaegg. Burtséð frá hollustunni þá hefur það alltaf verið ákveðin stemming, eins og við vitum, að fá páskaegg á páskadag. En kannski næst. Kannski næst verður einhver svo góður páskaeggjaframleiðandinn að vilja gefa tækum börnum páskaegg í tilefni páskanna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi