fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Ingi varpar ljósi á markmið strokufangans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 11:30

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi og verti á Rakang Thai, segist miður sín yfir stroku fanga úr fangelsinu á Akureyri um helgina. Hann segist óttast að þessi ákvörðun fangans muni bitna á öðrum föngum. Þegar verið var að opna fangelsið á Akureyri í gær notaði einn fangi tækifærið og strauk. Fangaverðir á Akureyri virðast vera fráir á fæti því þeir eltu fangann uppi og náði honum.

„Maður á nú ekki að gera grín að svona atriðum en manni verður hugsað um framtíð þessa einstaklings. Fangelsið á Akureyri er með algjöra sérstöðu og besta lokaða fangelsi Íslands með ótrúlega flottu starfsfólki þar sem víðar. Það er því skrítið þegar einhver reynir að strjúka þaðan vitandi að það sem býður er einangrun og flutningur í öryggisfangelsi. Auðvitað er mikið að veiku fólki í fangelsunum og kannski í eðli fólks að reyna að strjúka úr fangavist, en með hverju stroki herðast allar reglur í fangelsunum og það bitnar á samföngunum, aðstandendum og öllum föngum framtíðar að einhverju leyti,“ segir Guðmundur Ingi á Facebook.

Hann segist vona að fangelsisyfirvöld láti þetta ekki bitna á föngum sem hafa haga sér með prýði. „Stefna fangelsisyfirvalda undanfarið hefur verið að reyna að láta svona atburði ekki bitna á öðrum en ef strok eykst þá er það gefið mál að allar reglur eru hertar í fangelsunum sjálfum og svo um leið hverjir fá að fara í opið fangelsi og önnur úrræði. Ef það gerist þá erum við að fara skref aftur á bak og mikil vinna þeirra sem eru að vinna í því að færa þessa hluti í nútímann, skaðast,“ segir Guðmundur Ingi.

Að lokum reynir hann að varpa ljósi á markmið strokufangans. „Ég hvet því fanga að eyðileggja ekki fyrir sjálfum sér með fáránlegum uppátækjum eins og þessu. Mér dettur helst í hug að hér hafi verið veikur einstaklingur sem hefur hreinlega viljað fara í enn lokaðra fangelsi þar sem auðveldara er að komast í hugbreytandi efni. Það er sorglegt. Þar sem ég þekki mjög vel starfsfólkið þarna þá sé ég vel fyrir mér ákveðinn starfsmann örugglega enn móðan og másandi,“ segir Guðmundur Ingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi