fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðmundur Ingi varpar ljósi á markmið strokufangans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 11:30

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi og verti á Rakang Thai, segist miður sín yfir stroku fanga úr fangelsinu á Akureyri um helgina. Hann segist óttast að þessi ákvörðun fangans muni bitna á öðrum föngum. Þegar verið var að opna fangelsið á Akureyri í gær notaði einn fangi tækifærið og strauk. Fangaverðir á Akureyri virðast vera fráir á fæti því þeir eltu fangann uppi og náði honum.

„Maður á nú ekki að gera grín að svona atriðum en manni verður hugsað um framtíð þessa einstaklings. Fangelsið á Akureyri er með algjöra sérstöðu og besta lokaða fangelsi Íslands með ótrúlega flottu starfsfólki þar sem víðar. Það er því skrítið þegar einhver reynir að strjúka þaðan vitandi að það sem býður er einangrun og flutningur í öryggisfangelsi. Auðvitað er mikið að veiku fólki í fangelsunum og kannski í eðli fólks að reyna að strjúka úr fangavist, en með hverju stroki herðast allar reglur í fangelsunum og það bitnar á samföngunum, aðstandendum og öllum föngum framtíðar að einhverju leyti,“ segir Guðmundur Ingi á Facebook.

Hann segist vona að fangelsisyfirvöld láti þetta ekki bitna á föngum sem hafa haga sér með prýði. „Stefna fangelsisyfirvalda undanfarið hefur verið að reyna að láta svona atburði ekki bitna á öðrum en ef strok eykst þá er það gefið mál að allar reglur eru hertar í fangelsunum sjálfum og svo um leið hverjir fá að fara í opið fangelsi og önnur úrræði. Ef það gerist þá erum við að fara skref aftur á bak og mikil vinna þeirra sem eru að vinna í því að færa þessa hluti í nútímann, skaðast,“ segir Guðmundur Ingi.

Að lokum reynir hann að varpa ljósi á markmið strokufangans. „Ég hvet því fanga að eyðileggja ekki fyrir sjálfum sér með fáránlegum uppátækjum eins og þessu. Mér dettur helst í hug að hér hafi verið veikur einstaklingur sem hefur hreinlega viljað fara í enn lokaðra fangelsi þar sem auðveldara er að komast í hugbreytandi efni. Það er sorglegt. Þar sem ég þekki mjög vel starfsfólkið þarna þá sé ég vel fyrir mér ákveðinn starfsmann örugglega enn móðan og másandi,“ segir Guðmundur Ingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“
Fréttir
Í gær

Smituðust af E.coli eftir að gripið var til aðgerða í Efstadal II

Smituðust af E.coli eftir að gripið var til aðgerða í Efstadal II
Fréttir
Í gær

Arftaki Krossins sendir út kröfur á fólk sem tengist ekki söfnuðinum: „Það er eins og það hafi verið gerð einhver keyrsla á gamalt fólk“

Arftaki Krossins sendir út kröfur á fólk sem tengist ekki söfnuðinum: „Það er eins og það hafi verið gerð einhver keyrsla á gamalt fólk“
Fréttir
Í gær

Gunnar Rúnar: Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti eins og frjáls maður

Gunnar Rúnar: Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti eins og frjáls maður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi var opnað í dag: Breyting til hins betra

Nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi var opnað í dag: Breyting til hins betra