fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

„Höfum ekki bolmagn til þess að leigja ein og borga 260 þúsund krónur í leigu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. mars 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum sjö systkinin, foreldrar mínir hættu ekki fyrr en þau eignuðust strák, ég er númer fimm í röðinni og svo kom loksins bróðir minn. Þetta með að eignast strák skipti pabba svo miklu máli til þess að viðhalda fjölskyldunafninu.“

Svona hefst frásögn Regieline Sellote sem er félagsliði á HrafnistuRegieline segir sögu sína á Facebook síðu átaksins „Fólkið í Eflingu“. Þar má einnig finna fjölmargar aðrar sögur fólksins í stéttafélaginu, fólks sem vinnur margvísleg störf í íslensku samfélagi en oft á tíðum fyrir lág laun.

Móðir hennar var heimavinnandi, saumaði og eldaði fyrir fjölskylduna og hélt utan um heimilislífið. Pabbi hennar var byggingarverkamaður sem fór til borgarinnar að vinna í einhverjar vikur, jafnvel mánuði.

Regieline segir að á Filippseyjum sé algengt að búa í foreldrahúsum áfram jafnvel eftir að maður gengur í hjónaband og stofnar til fjölskyldu. Foreldrar hennar bjuggu því hjá ömmu hennar og afa á meðan faðir hennar byggði framtíðar húsnæðið.

„Fjölskyldutengslin eru sterkari og það fer engin á elliheimili nema að hann eigi bara alls engan að. Við systkinin lærðum öll að sauma, alla mína bernsku voru amma og mamma að sauma, bæði á okkur og líka fyrir aðra til þess að ná endum saman.“

Hætti við nám til aðstoða veika systur

Þegar Regielene var við það að hefja nám í menntaskóla veiktist systir hennar. Þá ákvað Regielene að leyfa náminu að bíða svo hún gæti hjálpað systur sinni.

„Ég var nánast unglingur þegar ég kom hingað til Íslands og þekkti lítið annað en lífið með mömmu minni, ég grét og saknaði fjölskyldunnar skelfilega mikið. Mamma sagði mér bara að koma heim aftur, en ég sá engin tækifæri heima, enga vinnu, þannig að ég harkaði af mér og með hverju nýju orði í íslensku sem ég lærði skánaði ástandið.“

Síðan hafa liðið 19 ár. Regieline fékk vinnu á Hrafnistu og hefur unnið við umönnun allar götur síðan.

„Ég þekki rútínuna, þetta er ekkert stress. Mér líður vel hérna, gott fólk sem ég vinn með og ég þekki heimilisfólkið. Kannski verð ég hérna á meðan ég hef ennþá krafta til þess að lyfta fólkinu.“

Minni samgangur á Íslandi

Lífið á Íslandi er ólíkt lífinu á Filippseyjum sem Regieline var vön.

„Heima á Filippseyjum hitti ég nágranna mína á hverjum einasta degi. En hérna hitti ég ekki frænku mína nema við skipulögð tækifæri eins og afmæli og partý, samt vinnum við báðar hérna á Hrafnistu og búum meir að segja í sömu blokk.“

Hún vann í tveimur vinnum áður en hún eignaðist son. Eftir að sonurinn fæddist hafði  hún ekki tíma til að vinna eins mikið.

„Það var ekki hægt að líkja því saman fjárhagslega að vera orðin einstæð móðir. Það var erfitt þegar barnið veiktist, ég var óörugg, en ég er mjög fegin hvað þetta hefur þrátt fyrir allt gengið vel.“

Hún var heppin með að fjölskylda barnsföður hennar gat séð  um drenginn á meðan hún vann svo  hún þurfti ekki að senda hann til dagmóður.

Kláraði félagsliðanám og launin hækkuðu

Áður en sonur hennar fæddist kláraði hún félagsliðann. Það var erfitt þar sem námsefnið var allt á íslensku og hún var samhliða náminu í tveimur vinnum. Þegar hún kláraði félagsliðan hækkuðu launin hennar upp í 300 þúsund krónur

„Konurnar sem vinna hérna með mér í fullu starfi eins og ég eru að vinna sömu vinnu en á lægra kaupi ef þær hafa ekki haft tök á því að taka félagsliðann.“

Regieline og fjölskylda hennar leigja íbúð með öðru pari.

„Hitt parið vinnur á öðrum vöktum en ég og sambýliskona okkar vinnur á tveim stöðum og kemur stundum heim og leggur sig til þess að safna orku. Við eldum því í sitthvoru lagi og sambúðin gengur vel en við sjáumst ekki dögum saman, maður verður bara hissa þegar við hittumst.“

Þau hjónin deila herbergi með syninum og nota hitt herbergið, sem ætti að vera fyrir soninn, sem sjónvarpsherbergi.

„Okkur langar að kaupa okkar eigið húsnæði og það verður vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Við höfum ekki bolmagn til þess að leigja ein og borga 260 þúsund krónur í leigu, þá yrðum við að neita okkur um mikið, við færum allavega ekki í heimsókn til Filippseyja. Ég eyði litlu, hef aldrei verið mikið fyrir dýra hluti, töskur og þess konar dót. Við förum stundum í bíó og nýtum okkur Novatilboð og þess háttar og ég vil geta veitt syni mínum sem er að byrja í skóla það sem hann vantar.“

Sjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Í gær

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco