fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þetta er pistillinn sem allir eru að deila og fyrrverandi starfsfólk WOW Air elskar: „Milljarða verðmæti sem sturtað var í klósettið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. mars 2019 15:31

Ein af vélum WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill sem Daníel Sigurðarson hefur skrifað um WOW Air málið hefur vakið gífurlega athygli og fengið hátt í 700 læk. Mörg hundruð manns hafa deilt pistlinum. Í pistlinum færir Daníel rök fyrir því að ríkið hafi sóað milljarða verðmætum með því að koma WOW Air ekki til hjálpar og tapið miklu meira fyrir þjóðarbúið en sá kostnaður sem hefði hlotist af inngripum ríkisins.

Pistillinn er svohljóðandi:

Ég hef verið hugsi vegna WOW undanfarið og þá sérstaklega öllu því starfsfólki sem þarna starfaði og aðkomu íslenska ríkisins að rekstarvanda WOW.

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafa tönnlast á því að ekki sé „rétt“ að ríkissjóður grípi inn í fyrirtæki í einkarekstri. Þar er ég alveg sammála í flestum tilfellum – en alveg klárlega ekki í tilfelli WOW.

Það er tönnlast á því að WOW sé „eignalaust“ félag – en það hlýtur að vera mesta bull í heimi.

„Eignir“ WOW air voru: 
* 1100 sérþjálfaðir starfsmenn
* ca 2000 afvegaleiddir þjálfaðir starfsmenn
* 7 ára markaðsstarf á vörumerki
* 7 ára reynsla af réttum og röngum ákvörðunum í rekstri lágjaldaflugfélags
* Burðarás í fjölgun ferðamanna til Íslands
* Gríðar sterkir innviðir og strúktúr sem rúllaði 365 daga á ári.

Þetta eru sannarlega milljarða verðmæti sem var sturtað niður klósettið og bitnar á allri þjóðinni. Einfaldur útreikningur um 3000 manns á atvinnuleysisskrá í sex mánuði kostar Íslendinga 7,2 milljarða – fyrir utan svo allan tekjumissi þjóðarbúsins, hækkaða verðbólgu og svo framvegis.

Þegar bankar og tryggingafélög vöru búninn að tæma alla sjóði – þá þótti það „þjóðhagslega hagkvæmt“ að moka milljörðum í líflínu fyrir þá. Hverjar eru „eignir“ banka? Jú, uppreiknuð viðskiptavild, hagnaður reiknaður út frá loftpeningum og svo framvegis.. semsagt engar raun eignir! En þeim mátti bjarga af ríkissjóði.

Það tekur amk 7 ár að byggja upp viðlíka slagæð fyrir íslenskt þjóðfélag og WOW air var. Ríkisstjórn íslands átti möguleikana á því að afstýra þessu skipsbroti en ákvað að gera það ekki – og ég mun aldrei skilja afhverju.

Hafi Skúli verið vondi kallinn – þá var búið að þynna hann út. 51% kostaði 5 milljarða og kannski hefði þurft að setja meira fé inn til að koma öllu á réttan kjöl. Reksturinn var að sögn orðin sjálfbær eftir skipulags breytingar…

Eina skýringin sem ég get skáldað upp í hausnum á mér er að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafi svo mikla andúð og hatur á persónunni Skúla Mogensen að þeir hafi ákveðið að fórna þjóðinni á altari þess haturs.

Hatrið mun sigra…

Ég þakka WOW air kærlega fyrir samstarfið og þá sérstaklega frábæra starfsfólki WOW og fjölskyldukærleiks þeirra sem ekki fór framhjá manni. Þið eigið samúð mína alla!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi