fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Reyndi að stinga lögregluna af í austurborginni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 01.46 í nótt ætluðu lögreglumenn að stöðva akstur ökumanns í Skeifunni. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og jók hraða bifreiðarinnar. Hófst þá eftirför sem endaði í Fossvogi.

Þar komst ökumaðurinn úr bifreiðinni en var síðan handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í miðborginni eftir að hann hafði brotið rúðu og farið inn í hús og stolið áfengi.

Klukkan 20 var maður handtekinn í miðborginni grunaður um ólöglega bruggun áfengis. Hald var lagt á tækjabúnað og afurðir.

Skömmu fyrir klukkan 22 var karlmaður handtekinn í Fossvogshverfi. Hann hafði brotið rúður í þremur bifreiðum. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, var vistaður í fangageymslu.

Á tólfta tímanum valt bíll í austurborginni. Enginn meiddist en tveir voru handteknir vegna málsins grunaðir um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa aldrei öðlast ökuréttindi.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara