fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Jói B. bálreiður út í Strætó: „EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni út úr vagni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plötusnúðurinn Jóhannes B. Bjarnason, betur þekktur sem Gullfoss eða Jói B., er bálreiður út í Strætó á Twitter. Hann fordæmdir harðlega hegðun vagnstjóra sem henti syni hans út, einungis vegna þess að myndavélin í síma hans virkaði ekki. Strætó hefur brugðist við og biðst afsökunar á þessu.

„Halló @straetobs – Sonur minn lenti í að myndavélin á símanum hans virkaði ekki og var að hringa í mig grátandi því vagnstjórinn ykkar henti honum út og sagði honum bara að labba. Hann er með árskort hjá ykkur í símanum og ég get ekki séð hversu bættari þið eruð með að fá mynd. Mér finnst EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni útur vagni hjá ykkur útaf einhverri fáránlegri virkni í appinu ykkar, hann er með gilt kort, og er með símann og það á að vera fjandans nóg til að sýna að hann sé valid farþegi,“ skrifar Jói.

Hann bætir við að þetta sé raunar fáránlegt kerfi hjá Strætó. „Ég kemst bæði inn í bankann minn, og fyrirtækjabankann án þess að þurfa að nota myndavélina og ætti fjandakornið að geta komist í strætó. Svona fyrir utan það að mér finnst að krakkar sem ekki eiga þess kost að keyra sjálf eigi bara að fá ókeypis í strætó – væri einfaldasta leiðin til að venja fólk við almenningssamgöngur,“ skrifar Jói. Ástæðan fyrir myndavélinni ku vera sú að þannig er síður hægt að falsa appið.

Líkt og fyrr segir hefur Strætó brugðist við þessu. „Góðan dag. Við viljum að vagnstjórar sýni ákveðna tilitssemi ef tækniörðugleikar eru að valda fólki vandræðum í appinu. Sérstaklega þegar að börn eiga í hlut. Við viljum biðja þig og son þinn innilega afsökunar á þessari framkomu. Við munum ræða við þennan tiltekna vagnstjóra,“ segir í svari Strætó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi