fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 07:35

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) lögðu á miðvikudaginn fram tilboð um þriggja ára kjarasamning í viðræðum sínum við fjögur stéttarfélög. Þetta eru Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness. Samninganefnd Eflingar fundaði í gærkvöldi um tilboðið og ákvað að leggja fram gagntilboð í dag.

Skýrt er frá þessu á vef Eflingar. Þar segir að í gagntilboðinu sé komið til móts við launahækkunartilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar.

Einnig kemur fram að stjórn Eflingar og samninganefndin hafi samþykkt ályktun um skattastefnu. Í henni felist að fyrsta skrefið fælist í skattatillögum Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar sem þeir mótuðu í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Í henni er lagt til að tekjuskattur 90% almennings lækki en tekjuhæstu 5% greiði meira í skatt.

” Stjórn­in og samn­inga­nefnd­in krefjast þess að aðgerðirn­ar sem skýrsl­an legg­ur til verði inn­leidd­ar „strax á næstu fjár­lög­um, og að skatt­byrði tekju­lægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“

Segir á vef Eflingar.

Stéttarfélögin fjögur funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 11.15 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“