fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Þórarinn í IKEA um vöruverð: „Við verðum að sætta okkur við það að við búum á þessu skeri“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru algjörir draumórar og kjánaskapur að halda það að maður geti á þessu litla landi verið með sama verð og á milljónamörkuðunum,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, sem segir Íslendinga ekki geta gert ráð fyrir sama vöruverði og á hinum Norðurlöndunum, meðal annars vegna smæðar þjóðarinnar. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni  í morgun.

Ísland er lítið land

Þórarinn segir að það gleymist gjarnan að reikna með smæð Íslands, þegar vöruverð er borið saman við nágrannaþjóðir okkar.

„Nú hef ég ansi góðan samanburð. IKEA er þannig lagað svipað byggt upp í löndunum í kringum okkur, nema þau eru svo miklu stærri. Það sem vantar aðeins inn í þessa jöfnu er að menn gera sér ekki alveg grein fyrir því hvað staðarhagkvæmni hefur mikil áhrif. Þannig að spaghettíið í gær sem er mikið dýrar hér en í Noregi og menn skilja það ekki, það er ekki landbúnaðarvara og það er ekki tollavara. En ef við tökum Noreg og Danmörku sem eru 5-6 milljón manna þjóðir og Dansk supermarket sem er stórverslunarkeðja í Danmörku til dæmis. Þeir eru að kaupa spaghettí frá Barilla og kaupa kannski einn gám á viku, sem eru svona tugþúsundir pakkninga af spaghetti. Þeir fá þetta beint frá framleiðanda og eru að kannski að fá þessa vöru 20-40 prósent ódýrari en Hagar, sem eru risinn á þessum markaði, sem er að taka kannski hálfan gám á ári. Þeir ná ekki einu sinni heilum gám og þeir eru fá allt önnur kjör.“

Sem dæmi geti IKEA á Íslandi ekki verslað vöruna beint frá framleiðanda nema hafa gífurlega umfangsmikinn vörulager til að geyma allt magnið á. Smæð markaðarins geri það að verkum að innkaup íslenskra fyrirtækja séu mun minni en sambærilegra fyrirtækja erlendis. Annað dæmi sem Þórarinn tók er varðandi til dæmis þýðingar á leiðbeiningabæklingum.

„Ég er með þýðendur í vinnu sem eru að þýða fyrir eina litla ræfilsbúð fyrir 350 þúsund manna markað. Það er jafn mikil vinna og að þýða fyrir 70 milljónir Englendinga.“

Í þessu dæmi geri smæð landsins það að verkum að sama vinna sé unnin fyrir mun minni markað og kosti því hlutfallslega meira.

„Það eru algjörir draumórar og kjánaskapur að halda það að maður geti á þessu litla landi verið með sama verð og á milljónamörkuðunum.“

Sveiflandi króna

Launakostnaður á Íslandi er mikill, en Þórarinn segir að hann nemi um fjórðungi af veltu hjá IKEA á Íslandi.  Sveiflur á krónunni geri það einnig að verkum að fyrirtækjum sé erfitt að spá fyrir um afkomu og framleiðni IKEA geti lækkað um 750 milljónir, einfaldlega vegna sveiflu krónunnar.

Ikea hagnaðist um 600 milljón krónur á síðasta rekstrarári. 600 milljónir láta vel í eyrum flestra en samkvæmt Þórarinn þá er það óásættanleg tala.

„Það er bara þannig, þegar þú ert með svona stórt batterí þá eru 600 milljónir ekki nema hálfs mánaðar sala. Það má ekkert bregða út af, ekki neitt. […] 600 milljónir eru bara skiptimynt í því samhengi sem  ég er að vinna í.

Evran hins vegar sveiflist mjög minna og með upptöku hennar ætti fyrirtækjum að reynast auðveldara að spá fyrir um afkomuna.

„Ég hef setið fundi erlendis með kollegum mínum hjá IKEA þar sem menn eru að gráta yfir 1-2 prósent gengissveiflu. Svo sit ég þarna með Tyrkjunum og við erum að hlæja yfir okkar 30 prósentum“

Heilbrigð samkeppni og veitingarekstur á villigötum

Heilbrigð samkeppni, er nokkuð sem Þórarinn telur oft vanta á Íslenskan markað og tók hann Mjólkursamsöluna sem dæmi.

„Ótrúlegur kraftur sem leiðist úr læðingi þegar heilbrigð samkeppni fær að blómstra. Hér er einn aðili sem er að skaffa okkur smjör hann er í engri samkeppni. Það er alveg ofboðslega óeðlilegt“

Með aukinni samkeppni myndist þrýstingur á aðila markaðarins til að bjóða betur. „Þegar það er engin samkeppni þá er engin ástæða til að taka til“.

Hann segir veitingarekstur á Íslandi á algjörum villigötum. Verðlagning veitinga sé svo út úr kortinu að það fæli frá ferðamenn sem og Íslendinga.

„Miklu betra að selja hundrað manns eitthvað fyrir þúsund kall á mann, en að selja tíu manns eitthvað fyrir fimm þúsund á mann.“

 

Samkvæmt Þórarinn þá er getur það verið sveiflukennda krónan sem og fákeppni sem valda hærra vöruverði á Íslandi. Fyrst og fremst fjallar hann þó um smæð landsins.

„Við verðum að sætta okkur við það að við búum á þessu skeri, erum þetta fá, og það verður svo margt dýrar við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?