Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fréttir

Ákærður fyrir þjófnað úr Bónus – Stal vörum fyrir 1.554 krónur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2019 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært 48 ára karlmann fyrir þjófnað úr tveimur verslunum Bónus. Ekki var um neinn stórþjófnað að ræða því vörurnar kostuðu samtals rúmar 1.500 krónur. Greint er frá ákærunni í Lögbirtingarblaðinu.

Þar segir að þann 27. mars síðastliðinn hafi maðurinn verið staðinn að þjófnaði á vörum að verðmæti 570 krónur úr verslun Bónus við Laugaveg. Nokkrum dögum síðar, eða þann 8. apríl, var maðurinn gripinn í verslun Bónus á Tjarnarvöllum þar sem hann stal vörum að verðmæti 984 krónur, að því er segir í ákæru.

Í ákærunni er maðurinn kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. „Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum,“ segir í ákærunni.

Maðurinn er ákærður fyrir brot gegn 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga en refsiramminn fyrir brot af því tagi er allt að sex ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu
Fréttir
Í gær

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott
Fréttir
Í gær

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi