fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tvíhöfði slátrar borgarafundi RÚV: „Fólk sem alveg jaðrar við það að vera fávitar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2019 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr töluðu um umhverfismál í þætti sínum, Tvíhöfða sem hljómaði á Rás 2 í gærkvöldi. Til umræðu var borgarafundur um umhverfismál sem fram fór fyrir nokkrum vikum. Í þeim þætti var fengið annarsvegar fólk sem að trúir á og óttast loftslagsbreytingar og svo hinsvegar fólk sem að efast að einhverju leiti um áhrif þeirra.

Sjá einnig: Hjólað í Ernu Ýr eftir borgarafundinn – „Strax farin að ljúga“

Jón sagði að það minnti sig á umræðu um réttindi samkynhneigðra að fá fólk sem að efast um alvarleika loftslagsbreytinga í svona þátt.

„Þetta minnir mig á þegar að það voru þættir hérna í gamla daga um samkynhneigð og hvort að það ætti að leyfa samkynhneigðu fólki að búa saman og hvort að það ætti að færa réttindi samkynhneigðra í lög. Þá var alltaf svona counterpoint, sem var mjög gjarnan Gunnar í Krossinum.“

„Þetta var gert til að búa til eitthvað argument, sem er ekki einu sinni raunverulegt.ׅ Það þarf ekkert að ræða það hvort að samkynhneigð sé eðlileg og hvort að samkynhneigt fólk eigi að hafa réttindi á við alla aðra.“

Í því samhengi minntust Sigurjón og Jón á Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann Viljans, sem var viðmælandi á þessum borgarafundi og vakti í kjölfarið talsverða athygli.

Jón talar um að gjarnan séu gríðarleg virtir vísindamenn, sem unnið hafa til verðlauna fengnir í svona umræðuþætti. Hann efast þó um að nauðsynlegt sé að fá fólk til að andmæla vísindamönnunum.

„Svo er fengið á móti þeim fólk sem alveg jaðrar við það að vera fávitar. Og hvað gerir þetta?“

Jón Gnarr heldur því fram að þetta sé gert vegna þess að fréttir séu afþreying og að svona átök auki því afþreyingargildi fréttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi