fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fréttir

Stóra leyndarmál Vesmannaeyja: Öskruðu svo að allur bærinn heyrði til

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2019 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar var fjallað um hið svokallaða Tréspíramál, þegar að níu manns létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1943. Þar að auki veiktust margir og voru tuttugu lagðir inn á spítala.

Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir og lögfræðingur hefur mikið fjallað um Tréspíramálið, meðal annars í Læknablaðinu. Ragnar var svo gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi einmitt um þetta óhugnalega mál.

Sagan byrjar á ansi undarlegan hátt þegar að þriggja manna áhöfn fann járntunnu á reki nálægt Þrídröngum, vestan Vestmannaeyja. Mennirnir eiga að hafa dregið tunnuna um borð og fundið þar af leiðandi mikla spíralykt.

Þremenningarnir sem fundu umrædda tunnu skiptu innihaldinu á milli sín þannig að hver fékk um það bil 50 lítra. Svo virðist þó vera sem þeir hafi verið meðvitaðir um að innihald tunnunnar væri mögulega hættulegt. En einn þeirra leitaði til héraðslæknis sem á að hafa sagt að ekki væri um tréspíra að ræða.

Ragnar lýst því í Bítinu að vegna veðurfars hafi minna verið djammað.

„Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum.“

„Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“

Þar sem að fjöldi manns veiktist var ástandið á spítalanum slæmt, en Ragnar lýsti því í viðtalinu í morgun.

„Þetta var það kvalafullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“

Ragnar ræddi einnig um að fáir tali um málið í Vestmannaeyjum, en aðallega hafi verið hvíslað um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lágflug júmbóþotu yfir Reykjavík vekur ótta

Lágflug júmbóþotu yfir Reykjavík vekur ótta
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Djammið enn í pásu – Pöbbum lokað til 27. september

Djammið enn í pásu – Pöbbum lokað til 27. september