fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fréttir

Nýjar vendingar í máli Guðrúnar og Aras: Segir lögfræðing hafa reynt að múta sér til að vera gift Aras áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu mánaðamót ræddi DV við Guðrúnu Benediktsdóttur, miðaldra konu í Breiðholti, og Aras Nasradeen Kak Abdullah, sem er rúmlega þrítugur Kúrdi frá Írak. Guðrún og Aras giftust árið 2017. Aras yfirgaf síðan Guðrúnu og býr enn í Reykjavík. Guðrúnu hefur gengið bölvanlega að fá skilnað frá Aras og hefur hann ekki mætt hjá sýslumanni á boðaða fundi til að skrifa undir skilnaðarpappíra. Guðrún hefur misst 45.000 króna mánaðarlega heimilisuppbót sem öryrki vegna þess að hún er skráð gift auk þess sem bagalegt er að hún og Aras eru samsköttuð.

Auðfengið er að fá lögskilnað eða skilnað að borði og sæng ef báðir aðilar óska en ef aðeins annað hjónanna skrifar undir skilnaðarpappíra þá þarf sá aðili að höfða mál til að fá skilnað löggiltan. Hér hefur hnífurinn staðið í kúnni því Guðrún er slypp og snauð og segist hún ekki hafa ráð á að greiða fyrir þjónustu lögfræðings.

„Ég er svo illa sett að yfirleitt þurfa að börnin mín að hjálpa mér fjárhagslega frá miðjum mánuði.“

Guðrún segir lögfræðing Aras hafa reynt að múta sér

Dvalarleyfi Aras rennur brátt út. Hann er í fastri vinnu en kunnugir segja að ólíklegt sé að hann fái dvalarleyfi á grunni þess. Erfitt verður fyrir Aras að fá dvalarleyfi ef Útlendingastofnun lítur á hjónaband hans og Guðrúnar sem marklaust.

Nýlega sagði Aras upp lögfræðingi sínum og réð sér annan. Guðrún fullyrðir að sá lögfræðingur hafi hringt í hana og boðið henni tvær milljónir króna svart ef hún vildi vera gift Aras áfram í eitt ár – svo hann fengi dvalarleyfi. Er DV hringdi í lögfræðinginn og spurði hann út í þetta neitaði hann en virtist brugðið yfir símtalinu. Guðrún hefur farið með málið til lögreglu sem er að kanna símtal lögfræðingsins til Guðrúnar. Óvíst er hvort hægt er að hlera það eftir á.

Guðrún hafnaði tilboðinu enda segist hún bara vilja skilnað frá Aras og það strax: „Lögfræðingurinn hans sagði við mig: Þetta var aldrei neitt hjónaband. Við vitum að þú ert blönk og þess vegna skaltu taka þessu tilboði.“

Lögfræðingur vinnur frítt fyrir Guðrúnu

Lögfræðingur sem las frétt DV um mál Guðrúnar og Aras varð snortin yfir sögunni og ákvað að vinna frítt fyrir Guðrúnu. Hafa þær hist og farið yfir málið. Lögfræðingurinn ætlar að sækja málið stíft fyrir Guðrúnu og stefna Aras fyrir héraðsdóm til ógildingar hjónabandinu eða til hjónaskilnaðar. DV náði ekki sambandi við lögfræðinginn við vinnslu fréttarinnar.

Guðrún er glöð yfir þessum nýju vendingum og sér fram á að losna loksins úr þessu hjónabandi. „Lögfræðingurinn segir að hann sé búinn að brjóta öll hjúskaparlög sem hægt er að brjóta og ég eigi rétt á að fá ógildingu á mínu hjónabandi,“ segir Guðrún en ýmis gögn á samfélagsmiðlum, til dæmis ljósmyndir, gefa til kynna náin kynni Aras við aðrar konur eftir að hann giftist Guðrúnu.

Guðrún sakar Aras auk þess um ofbeldi en við viljum ekki fara náið út í þær ásakanir þar sem þær eru ósannaðar. Hún segist hafa tapað miklum fjármunum á hjónabandinu fyrir utan að vera búin að missa 45 þúsund króna heimilisuppbót. „Hann var drykkfelldur og ég þurfti að borga allt áfengi ofan í hann. Hann kom hingað með fötin sem hann stóð í og ekki annað. Ég borgaði allt, föt á hann, matinn okkar.“

Guðrún fékk tvær milljónir króna í bætur vegna slyss og segir hún þá peninga hafa að mestu runnið til Aras. „Þegar ég var búin með þá peninga og hann var kominn með íslenska kennitölu þá missti hann áhugann og lét sig hverfa.“

Guðrún verður grátklökk er hún segir: „Ég giftist af ást og mér datt ekki í hug að það yrði farið svona illa með mig. Þetta hefur verið mjög erfitt bæði líkamlega og andlega. Ég var aldrei á lyfjum en eftir þessi ósköp hef ég orðið að taka lyf, slakandi lyf, kvíðalyf og svefnlyf, ég hef ekki sofið um nætur því hugurinn fer á flug að hugsa um þetta allt saman,“ segir Guðrún sem gerir sér vonir um að martröðinni linni brátt.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga