fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fréttir

Tinna lýsir árshátíð Samherja – „Þjónarnir voru allir farnir að skjálfa“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Eik nokkur lýsir á Twitter upplifun sinni af því að þjóna á árshátíð Samherja fyrir tíu árum. Frásögn hennar varpar ákveðnu ljósi á þá menningu sem ríkir innan fyrirtækisins. Í dag er talað um fátt annað en spillingarmál Samherja sem var afhjúpað í gær.

„Ég vann sem þjónn í yfir 10 ár og lenti í mörgu frekar furðulegu. Á topp 10 er án efa þegar ég vann á u.þ.b. 800 manna árshátíð Samherja einhvern tíma rétt fyrir 2010. Árshátíðin byrjaði á því að forstjórinn krafðist þess að þjónarnir héldu á bökkum með 30 kampavínsglösum í klukkutíma í fordrykknum (ekki nógu fancy að láta þau standa á borði),“ segir Tinna.

Hún segir að þetta hafi reynst þjónunum mjög erfitt. „Þegar þjónarnir voru allir farnir að skjálfa af ofreynslu og 5 bakkar búnir að brotna var Þorsteinn beðinn að endurskoða þetta en hann sagði nei. Held að í heildina hafi yfir 10 bakkar brotnað á þessum klukkutíma, mjög fancy stemming,“ lýsir hún.

Þetta var þó ekki það eina sem var Tinnu eftirminnilegt úr þessari veislu. „Hitt sem stóð upp úr var þegar forstjórinn hélt ræðu yfir liðinu, og það mátti ekki einn starfsmaður veisluþjónustunnar sjást inni í salnum á meðan, við þurftum öll að fara út og loka á eftir okkur hurðinni. Við svipaðar aðstæður í öðrum veislum stóðum við bara meðfram veggjum,“ segir Tinna.

Viðbrögð salarins hafi enn fremur verið athyglisverð. „Á meðan á ræðunni stóð mátti heyra saumnál detta (á milli fagnaðarláta). Finnst það gefa vissa mynd af því hvernig stjórnunarhættirnir eru í þessu fyrirtæki að forstjórinn fari upp á svið og í u.þ.b. 10 mínútur sé dauðaþögn í 800 manna sal sem er á fyllerí. Var btw alveg núll hissa að heyra af því að það væri spilling í þessu fyrirtæki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jafntefli í Brighton
Fréttir
Í gær

Rannsaka hvað gerðist á Landakotsspítala – Niðurstöðurnar verða gerðar opinberar

Rannsaka hvað gerðist á Landakotsspítala – Niðurstöðurnar verða gerðar opinberar
Fréttir
Í gær

Þrettán af nítján íbúum smitaðir auk fjögurra starfsmanna

Þrettán af nítján íbúum smitaðir auk fjögurra starfsmanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

219 mæðrum sagt upp í miðju fæðingarorlofi

219 mæðrum sagt upp í miðju fæðingarorlofi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjögur ungmenni flutt á bráðadeild eftir umferðarslys í Kópavogi

Fjögur ungmenni flutt á bráðadeild eftir umferðarslys í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknað af ákæru um nauðgun – Landsréttur trúir ekki meintum brotaþola vegna viðbragða hennar

Sýknað af ákæru um nauðgun – Landsréttur trúir ekki meintum brotaþola vegna viðbragða hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir Hafsteini Oddssyni – Misþyrmdi konu hrottalega og skildi hana eftir nakta á víðavangi

Landsréttur mildaði dóm yfir Hafsteini Oddssyni – Misþyrmdi konu hrottalega og skildi hana eftir nakta á víðavangi