fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fréttir

Lára grét fyrir utan Costco þegar hún las miða mannsins: „Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þennan aumingja mann“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Ólafsdóttir, stundum nefnd Lára sjáandi, brast í grát við bílastæði Costco. Á dögunum deildi hún myndbroti þar sem maður gekk á milli ökutækja biðjandi um pening eða fæðu. Lára segir í samtali við DV að umræddur maður hafi verið af erlendum uppruna, að hann hafi gengið upp að sér og eiginmanni sínum með miða, en þar stóð á ensku:

„Ég er þriggja barna faðir. Ég hef enga vinnu og á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Er möguleiki að þú getir hjálpað mér?“

Lára segir að hún og maður sinn hafi fundið til með manninum. Maðurinn hennar dregur þá upp seðlabúnt og hyggst láta betlarann fá 1500 krónur. „Hann kemur þá auga á 5000 króna seðil í veskinu og fer að gráta,“ segir Lára.

„Þá tekur hann utan um hendurnar á mérog horfir á mig örvæntingarfullum augum og segir: „Gerðu það, gerðu það!“ og færir höndina á mér á 5000 kallinn. Við látum verða af því og látum hann fá stærri seðilinn líka.“

Að sögn Láru hefðu þau hjónin keypt mat handa manninum úr versluninni en þau voru á hraðferð. „Maðurinn fer þá og snýr sér að öðrum á sama bílastæði og sýnir sama miða. Hann gekk bara á milli bíla þegar þeir voru að leggja og bankaði á rúðurnar. Ég fann hrikalega til með þessum manni og var farin að gráta sjálf,“ segir hún og bætir við: „Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þennan aumingja mann síðan.

„Hvaða vissu hef ég svo sem fyrir því hvort þetta hafi verið ekta eða svindl. Það hef ég ekki, en þetta var alls ekki svindl. Ég sá það í augnaráðinu hans.“

Lára birti myndbrotið hér fyrir neðan á Facebook-síðu sinni og vonar að það verði vitundarvakning til stjórnvalda. „Þetta á ekki að lýðast á Íslandi. Ef þetta ástand er svona, þá er það ekki í lagi fyrir þetta litla „fucked up“ land,“ segir Lára og afsakar orðbragðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fréttir
Í gær

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“
Fréttir
Í gær

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit á tveimur íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk

Smit á tveimur íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja – „Fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur“

Þetta hefur þjóðin að segja – „Fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egypska fjölskyldan finnst ekki

Egypska fjölskyldan finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“