fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Óboðinn gestur á Selfossi: „Nágrannarnir ætluðu ekki að trúa mér“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristínu Annýju Jónsdóttur brá í brún þegar hún komst að hinu undarlega í tengslum við garðplöntu á heimili hennar, en hún hefur fundið sér leið í gegnum steypuvegg og að eldhúsinu – og ekki í fyrsta sinn. Tegundin sem um ræðir er bergflétta, sígræn planta með klifurrætur sem getur vaxið allt upp í tuttugu til þrjátíu metra upp tré, kletta eða húsveggi. Að sögn Kristínar var henni upphaflega brugðið þegar hún sá að plantan hefði laumast inn um eldhúsið án bersýnilegra skýringa.

Kristín, sem er sölustjóri hjá Víkurverki og búsett á Selfossi, segir í samtali við DV að málið sé hið furðulegasta og hafi hún aldrei séð neitt þessu líkt, að nágrannar hafi verið duglegir að kíkja til hennar til að sjá óboðna gestinn, eins og hún segir.

„Hún er alveg ótrúleg, þessi planta og það er ómögulegt að sjá hvaðan hún er að koma. Hún vex alveg af sjálfri sér og hefur greinilega smeygt sér í gegnum agnarsmáa rifu, hvernig sem hún fór að því. Þetta heldur samt áfram,“ segir hún.

„Ég var alveg gáttuð þegar ég tók fyrst eftir þessu og hún vex nokkuð hratt,“ segir Kristín. „Maðurinn minn tók vegginn frá og sleit plöntuna, en viku síðar var plantan búin að koma sér í gegn aftur.“

Kristín bætir við að til standi að fjarlægja aftur vegginn utan frá en plantan hefur verið undirstaða mikils glens í nágrenninu og því verið beðið með ferlið.

„Nágrannarnir ætluðu ekki að trúa mér fyrst. Einn smiðurinn sem býr hér í hverfinu hélt að ég væri að grínast þangað til hann sá þetta. Það er mikið hlegið að þessu hér í hverfinu og dáðst að þessari þrautseigu plöntu sem virðist ekkert ætla að láta stoppa sig. Þess vegna hef ég leyft þessu að halda sér í bili, þetta er svo mikið grín, og það er forvitnilegt að vita hversu mikið hún mun stækka,“ segir Kristín.

Bergflétta í hnotskurn

*Í flokki tvíkímblöðunga
*Kallast einnig viðvindill eða vafningsviður
*Fræðiheiti: Hedera Helix
*Sígræn planta með klifurrætur
*Getur vaxið upp í 20 til 30 metra upp tré, kletta eða húsveggi
*Harðgerð og þolir vel hitasveiflur
*Kom fyrst til Íslands frá Skotlandi í kringum árið 1950 og var gróðursett við Hringbraut 10, þar sem hún óx utan á húsinu og varð frægasta bergflétta landsins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun