Laugardagur 07.desember 2019
Fréttir

Íslenskir karlmenn brjálaðir út í Íslandsbanka – „Þetta er eins og klerkastjórnin í Íran”

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. október 2019 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er fjöldi karla er æfur yfir áætlunum Íslandsbanka um að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast tiltekin skilyrði sem snúa að kynjahlutföllum. Víða á alnetinu má sjá því fleygt fram að bankinn sé kominn í stríð við karlmenn. Óhætt er að segja að frétt Vísis um þetta hafi vakið viðbrögð. Það var Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, sem kynnti þessa stefnu.

Sjá einnig: Elliði fordæmir hræsni Íslandsbanka vegna kynjahlutfallsins – „Hér er langt seilst í baráttunni“

Í hinum alræmda Facebook-hópi Karlmennskuspjallið eru menn uggandi yfir þessu. Arnar Loftsson, sem er mjög virkur þar, kallar eftir því að karlar hætti viðskiptum við Íslandsbanka. „Íslandsbanki ætlar að setja viðskiptabann á fyrirtæki sem eru of „karllæg“??? Karlar…setjum viðskiptabann á Íslandsbanka… Þetta er eins og Klerkastjórnin í Íran með öfugum formerkjum. Líðum ekki svona öfgaaðferðir í lýðræðisþjóðfélagi,“ skrifar Arnar og fékk færslan góðar undirtektir.

Geðveiki

Í annarri færslu á Karlmennskuspjallinu skrifar Arnar: „Hversu geðveikt er þetta? Á hvaða stað er Ísland komið í rétttrúnaði Ný Marxistana?!! Hvað um ef við karlar settum viðskiptabann á Íslandsbanka? Hættum viðskiptum við þennan banka? Hann færi fljótt í þrot…..við lifum klárlega í mæðraveldi,“ segir Arnar.

Skúli nokkur skrifar athugasemd og segir: „En kvenlæga miðla? Hvort er verið að berjast fyrir svokölluðu jafnrétti eða kvenforréttindum? Mannlíf? Bændablaðið? Menn.is? Bleikt.is? Glamour.is? Veiðiblaðið? Veiðiflugublaðið? Tíska.is? Öll þessi prjónablöð og tískublöð? Væntanlega allt fjölmiðlar sem beinast meira að öðru kyninu en hinu?“

Aron nokkur telur að þetta framtak Íslandsbanka endi illa fyrir bankann. „Sem betur fer hafa stór fyrirtæki sem byrja á svona rugli fengið þetta beint upp í rassgatið á sér aftur, þá vitna ég bara í Gillett frá því í sumar.“

Er Landsbankinn þá karlabankinn?

Í athugasemdum við frétt Vísis eru menn jafnframt harðorða um þetta. „Ég hélt að þetta væri grínfrétt frá gys.is – Nei þetta er alvara – Væntanlega mun Íslandsbanki banna sínu starfsfólki að horfa á karlafótbolta, skák klárlega bannfærð, því þar eru jú 95% þátttakenda á mótum karlmenn. Dellan nær nýjum hæðum,“ skrifar Kristjón Benediktsson þar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, stjórnsýslufræðingur, yfirtollvörður og söngvari, veltir fyrir sér hvort bankaþjónusta verði nú kynjaskipt. „Ríkisbanki í eigu íslensks almennings (bæði karlar og konur) sem berst gegn körlum. Ég hætti í fyrra hjá Íslandsbanka eftir 40 ára viðskipti allt frá Verzlunarbankanum í Bankastræti. Ástæðan var ókurteisi og léleg þjónusta hjá nokkrum starfsmönnum, ekki öllum. Ég er þá kominn til Landsbanka Íslands, sem er þá líklega karlabanki ríkisins. Kannski er ágætt að hafa bankaþjónustu kynjaskipta. Því má bæta við að ég er alsæll hjá Landsbankanum og fæ þar betri þjónustu og viðmót en ég nokkru sinni fékk hjá Íslandsbanka,“ skrifar Guðbjörn.

Skúli nokkur segir þessa stefnu einfaldlega sjúka. „Sjúkasta sem ég hef lesið í dágóðan tíma. Nú er að finna nýjan banka,“ skrifar hann. Friðgeir Sveinsson, sem hefur verið áberandi í samhengi við DaddyToo, skrifar svo: „Þetta er gott merki um það hversu rosalega bernglað samfélag ísland er í dag. Þessi karlhatursbilun er kominn inní markaðsstefnu ríkisbanka. Heimskan uppmáluð.“

Sprell á Twitter

Á Twitter er þó viðbrögðin við fréttinni allt önnur, þar er fyrst og fremst gert grín af þeim mönnum sem eru æfir. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um það. Það er að segja fyrir utan fyrsta tístið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Milner opinn fyrir öllu
Fréttir
Í gær

Örn sá spillinguna með berum augum: Segir íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt

Örn sá spillinguna með berum augum: Segir íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Einn sá ríkasti á Íslandi sleppur – Á sama tíma gæti maðurinn sem stal fyrir 1.500 krónur farið í sex ára fangelsi

Vilhjálmur: Einn sá ríkasti á Íslandi sleppur – Á sama tíma gæti maðurinn sem stal fyrir 1.500 krónur farið í sex ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Systir Jóns Þrastar tjáir sig – Slæmur félagsskapur líklegasta orsökin: „Kannski vann hann of mikinn pening og einhverjum líkaði það ekki“

Systir Jóns Þrastar tjáir sig – Slæmur félagsskapur líklegasta orsökin: „Kannski vann hann of mikinn pening og einhverjum líkaði það ekki“
Fréttir
Í gær

Einar aldrei lent í öðru eins: Rukkaður um 106 þúsund krónur – „Þar kom svikamyllan í ljós“

Einar aldrei lent í öðru eins: Rukkaður um 106 þúsund krónur – „Þar kom svikamyllan í ljós“